Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Stúdentar gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld“

Frum­varp sem breyta átti náms­lána­kerf­inu verð­ur ekki að lög­um á þessu þingi. For­seti Lands­sam­taka ís­lenskra stúd­enta seg­ir stúd­enta bíða í óvissu.

„Stúdentar gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld“
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta harmar að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum.

Frumvarp Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna varð ekki að lögum fyrir þinglok.

Með frumvarpinu voru lagðar til breytingar á lögunum frá 2020 í þá átt að stúdentar fengju 20% námsstyrk við lok hverrar annar og 10% styrk við námslok í stað þess fyrirkomulags sem nú er að sækja megi um 30% niðurfellingu láns við námslok ef nám er klárað á tilskildum tíma.

Þá átti frumvarpið að lengja tímann frá námslokum þar til greiðslur hefjast úr einu ári í 18 mánuði. Loks átti að bregðast við þungri greiðslubyrði þeirra námsmanna sem hafa þurft að greiða af fleiri en einni lánategund á sama tíma.

Frumvarpið var í 2. umræðu á Alþingi 26. júní síðastliðinn. Umræðunni var frestað á þeim þingfundi og við tóku umræður um veiðigjöld. Málið komst ekki aftur á dagskrá Alþingis og þarf því að leggja það fram að nýju ef það á að verða að lögum.

„Við höldum áfram að bíða“

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, harmar að afgreiðslu frumvarpsins hafi verið frestað. „Málþófið á Alþingi veldur því að þessar bráðnauðsynlegu breytingar á námslánakerfinu sitja á hakanum,“ segir hún. „Þannig að það eru stúdentar sem gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld og sitja áfram uppi með íþyngjandi lán og óvissu um hvenær eitthvað verði gert í því að lánakerfið er eins og það er. Við höldum áfram að bíða.“

Hún segir að ef frumvarpið hefði verið samþykkt hefðu verið tekin hæg og örugg skref í átt að betra kerfi. „Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þetta dragist ekki lengur því við viljum heildarendurskoðun á lögunum sem átti að fara fram árið 2023,“ segir Lísa. „Auðvitað vonar maður að frumvarpið verði í algjörum forgangi í haust en við héldum að það væri í forgangi núna. Þetta málþóf er búið að taka allan tíma þingsins.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $390.000 í tekjum.
    0
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    "Kvótanepóbeibýin" þurfa ekki að hafa áhyggjur af námslánum svo það frumvarp má frjósa úti í sumar "what ever." Ekkert málþóf vegna þess.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár