Dæmi eru um það að námsmenn sem hafa tekið lán fyrir skólagjöldum sínum hjá Menntasjóði námsmanna borgi lánin til baka í heild sinni við námslok. Á sama tíma þiggi þeir 30 prósent niðurfellingu á láninu og fái þannig 30 prósent afslátt af skólagjöldum án þess að þurfa að borga þá vexti sem aðrir lántakendur greiða á líftíma lánsins.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar eru þessi tilfelli þekkt innan Menntasjóðs námsmanna. Ef námsmaður lýkur gráðu sinni á réttum tíma á hann rétt á 30 prósent niðurfellingu á eftirstöðvum lánsins við námslok. Markmið þessara breytinga, sem samþykktar voru með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna árið 2020, var „að stuðningur við lánþega verði jafnari, gagnsærri og sanngjarnari“, að því er sagði í athugasemdum við frumvarpið.
Kerfi sem býður upp á að vera misnotað
„Við höfum verið meðvituð um þetta síðan …
Athugasemdir