Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Það var hellirigning þegar ég gekk að höfninni við Hörpu og vindgnauðið í möstrum bátanna sem lágu við bryggjuna var stöðugt, líkt hljóðinu sem við heyrum þegar línan í fánastöngum slæst við stöngina í roki. Bátarnir við höfnina voru flestir á hreyfingu því rokið var talsvert og þegar litlar öldurnar í höfninni skullu á þeim hljómuðu þeir eins og smellir – eða klapp eins og þeir væru að fagna því að vera við bryggju en ekki úti á rúmsjó í þessu leiðindaveðri.

Ég var óvenjulega spenntur þar sem ég gekk að skútunni því ég freistaði þess að ná tali af þjóðsagnakenndum manni í heimi siglinga. Ég hefði ekki verið svona spenntur ef ég hefði ekki upplifað það að vera í áhöfn skútu frá Danmörku til Íslands fyrir þremur árum. Sú ferð – yfir úthaf með viðkomu í Færeyjum – var mín jómfrúarferð á skútu. Í þessari siglingu upplifði ég og …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár