Það var hellirigning þegar ég gekk að höfninni við Hörpu og vindgnauðið í möstrum bátanna sem lágu við bryggjuna var stöðugt, líkt hljóðinu sem við heyrum þegar línan í fánastöngum slæst við stöngina í roki. Bátarnir við höfnina voru flestir á hreyfingu því rokið var talsvert og þegar litlar öldurnar í höfninni skullu á þeim hljómuðu þeir eins og smellir – eða klapp eins og þeir væru að fagna því að vera við bryggju en ekki úti á rúmsjó í þessu leiðindaveðri.
Ég var óvenjulega spenntur þar sem ég gekk að skútunni því ég freistaði þess að ná tali af þjóðsagnakenndum manni í heimi siglinga. Ég hefði ekki verið svona spenntur ef ég hefði ekki upplifað það að vera í áhöfn skútu frá Danmörku til Íslands fyrir þremur árum. Sú ferð – yfir úthaf með viðkomu í Færeyjum – var mín jómfrúarferð á skútu. Í þessari siglingu upplifði ég og …
Athugasemdir