Halla Hrund minntist vinkonu sem var myrt í Minnesota

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks missti bekkjar­syst­ur sína og koll­ega í skotárás í Banda­ríkj­un­um á laug­ar­dag.

Halla Hrund minntist vinkonu sem var myrt í Minnesota
Halla Hrund Logadóttir Þingmaður varaði við skautun í samfélaginu sem teygi anga sína til Íslands. Mynd: Golli

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, syrgði í pontu Alþingis í dag vinkonu sína, Melissu Hortman, þingmann Demókrata á ríkisþingi Minnesota í Bandaríkjunum.

Melissa Hortman og eiginmaður hennar Mark voru skotin til bana á heimili sínu í Brooklyn Park, Minnesota, 14. júní síðastliðinn.

Melissa HortmanHortman og eiginmaður hennar voru skotin til bana á heimili sínu á laugardag.

„Heimurinn varð fátækari um helgina þegar fyrrum bekkjarsystir mín, Melissa Hortman, og maðurinn hennar voru myrt í Bandaríkjunum,“ sagði Halla Hrund undir liðnum störf þingsins í morgun. „Melissa var ein af sjötíu manneskjum sem morðinginn hafði á ákveðnum lista um stjórnmálamenn sem hann var málefnalega ósammála. Málefnalega ósammála.

Melissa, hún var glaðlynd, hún var algjörlega hrokalaus, hún var hlý og með mikla ástríðu fyrir sínu samfélagi. Hún var ein af mínum fyrirmyndum í stjórnmálum því henni tókst einhvern veginn að sameina það að vera hlýr, fastur fyrir, tala fyrir þeim sem minna mega sín og hafa langtímasýn.“

Vance Boelter hefur verið handtekinn fyrir að skjóta þau og önnur hjón, þingmanninn John Hoffman og konu hans Yvette. Í fórum hans fannst listi yfir 70 manns sem voru skotmörk hans, þar á meðal fleiri Demókratar og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þungunarrofi.

Hvetur til samtals og samvinnu

Halla Hrund sagði að hún og Melissa hafi deilt áhuga sínum á orkumálum og kvenréttindamálum. „Hún var þekkt fyrir að ná árangri í gegnu samstöðu,“ sagði Halla. „Hún var þekkt fyrir að geta byggt brýr og dregið fólk saman.“

„Hún var þekkt fyrir að ná árangri í gegnu samstöðu“

Hún sagði Melissu ekki aðeins hafa beitt sér fyrir málum sem vörðuðu hennar eigin kjósendur. „Fyrir mér er þessi pólarísering sem birtist í þessum hræðilegu atburðum í Bandaríkjunum og teygir anga sína víðar, líka í orðræðu hér á landi, dæmi um það að það er mikilvægt fyrir okkur stjórnmálamenn að teygja okkur yfir ganginn, vinna saman að málamiðlun, hlusta á mótmæli ólíkra hópa, taka orðræðuna alvarlega, án þess að tala niður sjónarmið og upplifun fólks,“ sagði Halla. „Sýna að við getum verið ósammála en samt fundið leiðir í gegnum samvinnu, hlustun og samtal.“

Halla Hrund vitnaði í orð Melissu þess efnis að ágreining eigi ekki að forðast í stjórnmálum, heldur vinna úr honum. „Höfum slík orð hugföst þegar við reynum að ná lendingu hér í þinginu. Á meðan samvinna og málamiðlanir skila kannski minni skrefum fyrir árangur og markmið einstakra flokka, þá skilar slíkt oft samhentara þjóðfélagi. Og það er mikið virði í því.“

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Viss pólitísk öfgahyggja hefur gengið yfir Bandaríkin síðan um aldamótin. Hún hefur bara stigmagnast og að mínu viti er nú um mundir hámark þessarar þróunar. Vonandi tekst þeim að snúa þessu við en hér er töluvert af fólki undir áhrifum af þessu. Fólk þarf að líta í eigin barm. Hvað erum við að hlusta á daginn út og daginn inn? Nokkur merki um pólitískar öfgar eru t.d. ofur áhersla á flóttamenn og innflytjendur sem uppsprettu alls ills, ofurtrú á einkrekstur og úthúðun alls sem gerist á vegum hins opinbera. Stjórnmálamenn eru ekki lengur gagnrýndir heldur úthúðaðir í öfgakenndum lýsingum ofl. í þeim dúr. Félagsmiðlar virðast magna upp pólariseringar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár