Thunberg segir siðferðislega ómögulegt að verja Ísrael

Greta Thun­berg ræddi við blaða­menn á Char­les de Caulle flug­vell­in­um í dag en Ísra­els­her hand­tók hana og áhöfn Madleen sem var á leið til Gasa­svæð­is­ins með mat­væli og hjálp­ar­gögn á að­faranótt mánu­dags. Thun­berg seg­ir: „Sama hverj­ar lík­urn­ar eru þá verð­um við að halda áfram að reyna“ og kall­ar eft­ir af­námi her­náms Ísra­els í Palestínu.

Thunberg segir siðferðislega ómögulegt að verja Ísrael
Greta Thunberg Mynd: Albin Haglund

Tólf aðgerðarsinnar sem voru um borð í bátnum Madleen voru stöðvaðir af ísraelska hernum aðfaranótt mánudags á alþjóðlegu hafsvæði í Miðjarðarhafinu.

Báturinn var á vegum Freedom Flotilla Coalition og var á leið sinni til Gasa með matvæli og hjálpargögn en Ísrael hefur hleypt mjög takmarkaðri neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í mars.

Áhöfnin var færð í varðhald í borginni Ashdod og hafa yfirvöld í Ísrael nú hafist handa við að senda hana úr landi. Á meðal áhafnarmeðlima var loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg sem nú er á leið sinni til Svíþjóðar en hún millilent í París í dag og ræddi við blaðamenn á Charles de Gaulle flugvellinum.

GasaFólk bíður í örvæntingu eftir mataraðstoð

„Verðum að halda áfram að reyna“

Thunberg sagði að áhöfnin á Madleen hefði verið ólöglega numin á brott af Ísrael þar sem þau voru sett í varðhald og að sum þeirra sé búið að senda úr landi en að önnur séu ennþá í Ísrael. Spurð út í þær aðstæður sem henni hefði sjálfri verið haldið í sagði Thunberg: „Ekki neitt í samanburði við það sem fólk þarf að þola í Palestínu og sérstaklega í Gasa þessa stundina.“ Einnig sagði hún við blaðamenn að fréttin væri ekki að áhöfnin hefði verði handtekinn. „Raunverulega fréttin er sú að þjóðarmorð sé í gangi á Gasa og kerfisbundin hungursneyð vegna umsáturs og þess að heftur sé aðgangur á mat, lyfjum og vatni sem þurfi nauðsynlega að komast inn á Gasa.“ Hún bætti við að margar aðgerðir séu í gangi til þess að koma nauðsynjum inn á Gasasvæðið.  

Spurð út í aðgerðir Ísraels gagnvart Madleen áhöfninni segir Thunberg að á Madleen hafi verið friðsælir sjálfboðaliðar og að „þau hafi ekki brotið lög eða gert neitt rangt.“ Hún segir að í Ísrael hafi áhöfninni verið haldið aðskildri og að hún hafi ekki getað talað við eða hitt aðra áhafnarmeðlimi en viti þó að það hafi verið vandi fyrir sum að fá lögfræðiaðstoð. Thunberg segist hafa skrifaði undir yfirlýsingu, sem sum í áhöfninni gerðu einnig, sem sneri að því að komast heim eins fljótt og auðið var en segir að hún hafi ekki samþykkt að hafa komið ólöglega inn í Ísrael. Önnur í áhöfninni hafi ekki viljað skrifa undir. Hún segist hafa áhyggjur af þeim áhafnarmeðlimum og kallar eftir því að þau verið leyst úr haldi strax. 

Aðspurð af hverju yfirvöld víða um heim hunsi það sem eigi sér stað á Gasa segir Thunberg að ástæðan sé kynþáttahatur og að það sé verið að reyna að verja kerfi hagvaxtar og landfræðilegs valds á kostnað mannfólks og jarðarinnar sem hún segir „siðferðislega ómögulegt að verja.“

Þrátt fyrir erfiða stöðu er baráttuandi í Thunberg: „Sama hverjar líkurnar eru þá verðum við að halda áfram að reyna.“ Hún segir að þó svo að auðvelt sé að finna fyrir tilgangsleysi þegar rýnt sé í stöðu heimsmálanna þurfi fólk að gera allt sem það geti. „Annars missum við vonina,“ segir hún. 

Thunberg krefst „vopnahlés, og það sem mikilvægast er, afnám hernámsins og kerfisbundnu kúgunarinnar og ofbeldisins sem Palestínumenn þurfa að búa við daglega.“ 

Ráðist á Madleen

Thiago Ávila, einn áhafnarmeðlima, deildi á samfélagsmiðlum á aðfaranótt mánudags myndskeiði þar sem hann greindi frá því að flygildi svifu yfir bátnum og skrifaði: „ÞAÐ ER VERIÐ AÐ RÁÐAST Á OKKUR!!!!“ Á Instagram-reikningi Gaza Freedom Flotilla var síðar birt myndskeið þar sem áhöfnin er beðin um að halda höndum á lofti á meðan ísraelskir hermenn skipa þeim fyrir. Í færslunni er vitnað í Huwaida Arraf, mannréttindalögfræðing og einn af skipuleggjendum Freedom Flotilla, sem segir að Ísrael hafi ekki lagaleg völd til þess að handtaka alþjóðlega sjálfboðaliða um borð en báturinn var staðsettur á alþjóðlegu hafsvæði í Miðjarðarhafinu. 

Í kjölfar þess að Madleen var stöðvað birtust fyrirfram tekin myndbönd af áhöfninni þar sem þau lýstu því yfir að þeim hefði verið rænt af ísraelska hernum eða öðrum aðilum sem styðja Ísrael, á alþjóðlegu hafsvæði. Hvöttu þau fólk til þess að þrýsta á yfirvöld ríkjanna — sem þau eru ríkisborgarar í — til þess að koma þeim til aðstoðar.

Ísrael fordæmt

Aðgerðir Ísraelshers hafa vakið hörð viðbrögð meðal almennings og loguðu netheimar á meðan áhöfn Madleen og skipuleggendur Freedom Flotilla Coalition deildu því sem fram fór. Ríki og samtök hafa fordæmt aðgerðina en á meðal þeirra eru yfirvöld Hamas á Gasasvæðinu sem kalla aðgerðina: „Gróft brot á alþjóðalögum.“ Yfirvöld í Bretlandi lögðu áherslu á það að virða þyrfti alþjóðleg mannréttindi og Francesca Albanese, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, fordæmdi aðgerðirnar sem hún kallaði ólöglegar. 

Ísraelsher var einnig fordæmdur fyrir að deila myndskeiði á samfélagsmiðla þar sem hermenn sjást deila vatni og samlokum til áhafnar Madleen. Thunberg var spurð út í gjörninginn þegar hún hitti blaðamenn í París og sagði að líklegt væri að Ísrael væri með einhverjar „almannatengsla-brellur“ en að hún væri ekki búin að sjá myndir eða myndskeið síðan hún losnaði úr haldi. 

Túnis leiðir bílalest til Gasa

Eins og Thunberg bendir á eru fleiri aðgerðir yfirstandandi með það að markmiði að koma neyðaraðstoð inn á Gasasvæðið. Þúsundir manns hafa nú tekið saman höndum og ferðast saman í bílalest frá Túnisborg til Gasa í gegnum Egyptaland. Leiðangurinn er kallaður Sumud sem þýðir seigla á arabísku. 

Ferðalagið hófst í gær, 9. júní, í kjölfar þess að Ísraelsher handtók áhöfn Madleen. Markmiðið bílalestarinnar er að setja pressu á Egyptaland til þess að opna landamæri sín við Rafah og þannig koma neyðaraðstoð að til íbúa á Gasasvæðinu. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár