Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu

Stjórn­mála­flokk­ar sem boð­ið hafa fram í síð­ast­liðn­um fimm Al­þing­is­kosn­ing­um hafa feng­ið sam­tals 174 millj­ón­ir króna til að nota í eig­in kosn­inga­bar­áttu. Þetta eru millj­ón­ir sem koma til við­bót­ar við hundruðua millj­óna ár­leg­um fram­lög­um úr rík­is­sjóði til sömu flokka.

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu
Barátta Þeir flokkar sem buðu fram í síðustu kosningum fengu 4,5 milljónir hver til að styðja við framboðið. Mynd: Golli

Íslenska ríkið hefur greitt alls 174 milljónir króna til þeirra stjórnmálaflokka sem hafa boðið fram til Alþingis síðustu fimm kosningar. Þetta eru sérstök framlög vegna kosningabaráttu, sem bætast ofan á mörghundruð milljóna króna árleg framlög ríkissjóðs til þingflokka og þeirra sem náðu minnst 2,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum hverju sinni.

Fjárhæðirnar koma fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu segir einnig að frá því að lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi – sem tryggðu beinar greiðslur úr ríkissjóði – hafi tæplega níu milljarðar króna runnið til stjórnmálaflokka.

Til viðbótar við þessi framlög eru auk þess greidd laun starfsfólks ríkisstjórnarinnar, svo sem aðstoðarmanna, sem og starfsmanna þingflokka. Hver flokkur sem á fulltrúa á Alþingi fær 12 milljónir króna í árlegt framlag úr ríkissjóði. Ríkið greiðir einnig laun aðstoðarmanna ráðherra og formanna stjórnmálaflokka á þingi sem ekki gegna ráðherraembætti.

Samkvæmt yfirliti í …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár