Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“

Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn stofnuðu saman fyrirtækið PPP sf. árið 2011 sem stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinu Kveik á RÚV í gær. Áður höfðu þeir starfað lengi sem lögreglumenn.

Jón Óttar komst í sviðsljósið árið 2013 þegar hans fyrsta skáldsaga kom út. Þetta var spennusagan Hlustað, glæpasaga þar sem aðalpersónan er lögreglumaður sem ver miklum tíma við hleranir. Við kynningu á bókinni var tiltekið að höfundurinn væri doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla, að hann hafi starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. 

Jón Óttar brá á leik fyrir Séð & heyrt þegar glæpasagan Hlustað kom út, eins og Þórarinn Þórarinsson rifjaði upp á Facebook í gær.

Bókin vakti ekki síst athygli fyrir ítarlegar lýsingar á daglegum störfum lögreglunnar og var það í umfjöllunum talið Jóni …

Kjósa
89
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það er mjög mikilvægt að Valkyrju-stjórnin ásamt meirihluta alþingis taki faglega á þessu máli, vegna HRUN-mála (2008) var full ástæða til stofna SPILLINGAR-stofnun óháða öllum lögregluembættum landsins, skemmst er frá að segja "það fæddist lítil mús" eftirlitsnefnd 2-3manna um eftirlit með lögreglunni, vonandi er slík stofnun á teikniborðinu, við þurfum ekki að finna upp hjólið í þeim efnum, við getum leitað til Namíbíu og frænda okkar á norðurlöndum.
    5
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og nú fara stofnanir og kerfi í þvottaferillinn því enginn er að breyta kerfinu svo tekið sé faglega og snarlega á svona vandamálum... sem menn auðvitað vissu löngu áður en kveikur fór að skoða... halló... þeir stofnuðu og skráðu njósnafyrirtæki hjá skattinum eftir eða áður en hafa verið reknir frá sérstökum vitleysing... og enginn spurði neins ? Og engin lög né ferlar virðast taka á vandanum...bara "fyrning". Er alþingin sofandi 24 / 7 / 52 ? Þið gerið ykkur grein fyrir að mörg af lögunum okkar eru nákvæmlega orðrétt eins og erlend lög þegar þau eru þýdd... en kerfið okkar "túlkar" þau öðruvísi. Sem er þveröfugt við það sem Ólafur sérstaki segir. Erlendis eru menn löngu búnir að fatta að bankamannadómarnir voru hvítþvottur meyjarfórna .... því kerfið hélst óbreitt og rannsóknir og dómar hafa lítt breyst... slegið á fingur.. 60 milljóna skilnaðargjöf og ekki gera svona aftur... og vera gripinn. Spit and polish... eru ekki breytingar.

    Og það er ekkert nýtt að slitanefndir í stærri málum kaupi og selji upplýsingar... það er ekkert eftirlit með þeim. Leyndarhóll einhver ??? eða var það Lindarhóll ?

    Og enn í dag þá vitið þið ekki hverjir voru raunverulegir kröfuhafa föllnu bankanna... er það er auðvitað súrrealist staðreynd. Og auðsannanleg.

    Það sem kemur á óvart er að BTB kaupi þjónustu af svona viðvaningum... hann á að vita betur.
    5
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    "hann hafi hætt í lögreglunni því „ég var bara orðinn þreyttur.“ "...rannsókn á efnahagsbrotamálum hafi verið þreytandi..." Auðvitað er þægilegra að slaka á með bófunum en leika löggu.
    6
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Af hverju er Skæruliðadeildin ekki rannsökuð?
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár