Gengst við ofbeldi en sagðist hafa verið fjarri föður sínum

Tæp­lega þrí­tug kona sem sit­ur í gæslu­varð­haldi grun­uð um að hafa orð­ið föð­ur sín­um að bana neit­ar sök. Hún hef­ur þó geng­ist við at­vika­lýs­ing­um að hluta, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar, en seg­ist ekki hafa ver­ið ná­lægt föð­ur sín­um þeg­ar hann dó.

Gengst við ofbeldi en sagðist hafa verið fjarri föður sínum
Arnarnes Fólkið bjó á Arnarnesinu í Garðabæ. Mynd: Golli

Tæplega þrítug kona, Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem var handtekin grunuð um að hafa banað föður sínum þann 11. apríl síðastliðinn, neitar staðfastlega sök. Hún hefur hins vegar játað að lýsingar á atvikum séu að hluta til réttar, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, og snýr það að ofbeldi sem hún á að hafa beitt foreldra sína yfir ákveðið tímabil.

Dánarorsök föður Margrétar, Hans Roland Löf, er ekki ljós þar sem enn er beðið eftir niðurstöðu krufningar, en fyrir liggur að hann fékk hjartastopp samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar og hneig niður þar sem hann ætlaði að yfirgefa heimilið. Þá segja heimildir að Margrét haldi því fram hún hafi ekki verið nærri föður sínum þegar hann hné niður, en þó stödd í sama húsi.  

Ofbeldi og harðræði

Það var snemma um morgun sem viðbragðsaðilar komu að heimili fjölskyldunnar á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið er eitt það reisulegasta í hverfinu og þar bjuggu hjónin ásamt dóttur …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég hef enga trú á að stúlkan sé sakhæf. Þurfa fjölmiðlar að vera ,,fabúlera " um þennan harmleik?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár