Á þessu augnabliki líður mér eins og ég hafi getu til að skilja heiminn á ólíkan hátt vegna þess að ég hef þurft að sigla á milli þessara tveggja heima. En ég held að margir þurfi reyndar að gera það vegna þess að almennt leikur fólk oft mörg hlutverk í lífinu. Ég held að í mínu tilfelli hafi þetta verið flókið vegna þess valdaójafnvægis sem er á milli nýlenduveldis og nýlendunnar, í þessu tilfelli Danmerkur og Grænlands. Og vegna þess hvernig ég lít út,“ segir Kuluk Helms listakona sem tók þátt í Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Reykjavík.
Þannig sé breytilegt hvernig hún upplifi það að vera bæði frá Grænlandi og Danmörku. Kuluk útskýrir að vegna þess að hún er hvít þá geri enginn ráð fyrir því að hún sé frá Grænlandi. „Ég veit aldrei hvenær þetta á næst eftir að hafa áhrif á mig. Mest allt lífið hef ég fundið fyrir …
Athugasemdir