Hezbollah „mun ekki leyfa neinum að afvopna okkur,“ sagði Naim Qassem, leiðtogi samtakanna í gær, föstudag, á sama tíma og Bandaríkin þrýsta á Líbanon að knýja þau til að leggja niður vopn.
Hezbollah hafa lengi verið áhrifamikil í líbönskum stjórnmálum, en hafa veikst verulega eftir meira en árs átök við Ísrael, sem hófust í kjölfar stríðsins í Gasa. Á meðal árása Ísraela voru umfangsmiklar loftárásir og innrás á landi, sem felldu marga úr æðstu forystu Hezbollah.
Bardögum lauk að mestu með vopnahléi í nóvember, en áður hafði Hassan Nasrallah, leiðtogi samtakanna til langs tíma og forveri Qassems, fallið í loftárás Ísraela.
„Við munum ekki leyfa neinum að afvopna Hezbollah eða andspyrnuna gegn Ísrael,“ sagði Qassem í viðtali við sjónvarpsstöð tengda samtökunum. „Við verðum að strika hugmyndina um afvopnun út úr orðabókinni.“
„Ísrael verður að hörfa frá suðurhluta Líbanons og hætta árásum sínum“
Forseti Líbanons, Joseph Aoun, lýsti …
Athugasemdir