Hezbollah hafna afvopnun þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting

Leið­tog­ar Hez­bollah segja að sam­tök­in muni ekki af­vopn­ast og krefjast brott­vist­ar Ísra­ela úr suð­ur­hluta Líb­anons áð­ur en hægt sé að ræða varn­ar­stefnu.

Hezbollah hafna afvopnun þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting
Fáni með andlitsmynd Hezbollah-leiðtogans Hassan Nasrallah, sem var myrtur, blakti við útför 95 Hezbollah-liða og óbreyttra borgara sem féllu í loftárásum Ísraela, en útförin fór fram í febrúarlok í suðurhluta Líbanons. Mynd: Mahmoud ZAYYAT / AFP

Hezbollah „mun ekki leyfa neinum að afvopna okkur,“ sagði Naim Qassem, leiðtogi samtakanna í gær, föstudag,  á sama tíma og Bandaríkin þrýsta á Líbanon að knýja þau til að leggja niður vopn.

Hezbollah hafa lengi verið áhrifamikil í líbönskum stjórnmálum, en hafa veikst verulega eftir meira en árs átök við Ísrael, sem hófust í kjölfar stríðsins í Gasa. Á meðal árása Ísraela voru umfangsmiklar loftárásir og innrás á landi, sem felldu marga úr æðstu forystu Hezbollah.

Bardögum lauk að mestu með vopnahléi í nóvember, en áður hafði Hassan Nasrallah, leiðtogi samtakanna til langs tíma og forveri Qassems, fallið í loftárás Ísraela.

„Við munum ekki leyfa neinum að afvopna Hezbollah eða andspyrnuna gegn Ísrael,“ sagði Qassem í viðtali við sjónvarpsstöð tengda samtökunum. „Við verðum að strika hugmyndina um afvopnun út úr orðabókinni.“

„Ísrael verður að hörfa frá suðurhluta Líbanons og hætta árásum sínum“
Leiðtogi Hezbollah

Forseti Líbanons, Joseph Aoun, lýsti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Alþjóðlegur þrýstingur? Í alvörunni? Hvað er það USA og Ísrael? Þetta telst nú varla frétt, meira svona paródía. Morðhundarnir í Ísrael eru að búa sér enn eina bull átilluna til frekari árása á Líbanon. Vonandi fer þetta ofbeldissjúka samfélag Zionistanna að líða undir lok fljótlega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár