Vont að senda varnarlausar konur aftur í sömu stöðu

Jó­hanna Erla Guð­jóns­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Þar tekst hún á við myrk­ustu hlið­ar mann­lífs­ins, en seg­ist helst reið­ast yf­ir því að rek­ast á sömu vegg­ina aft­ur og aft­ur, þeg­ar úr­ræð­in eru eng­in. Til dæm­is varð­andi kon­ur sem búa á göt­unni, verða fyr­ir of­beldi og eiga sér hvergi skjól. Þrátt fyr­ir áskor­an­ir seg­ir hún starf­ið það besta í heimi.

Á bráðamóttöku Landspítalans starfar Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Hennar hlutverk er annað en flestra sem þar starfa. „Læknar og hjúkrunarfræðingar sinna þessu líkamlega en við komum inn með félagslega þáttinn, sem hefur einnig rosalega mikil áhrif á líðan fólks,“ útskýrir Jóhanna. 

Rétt eins og starf annarra stétta á deildinni er starf félagsráðgjafa á bráðamóttökunni óútreiknanlegt, enda er þar enginn dagur eins. Jóhanna segir sveigjanleika mikilvægan. „Okkar hlutverk er að aðstoða við flæðið, hjálpa til við útskriftir á fólki sem er okkar fólk, innan gæsalappa,“ segir hún. „Við tökum á móti öllum sem eru með einhvers konar vímuefnavanda. Við leiðbeinum aðstandendum og tökum á móti þeim þegar um er að ræða stór áföll. Við hjálpum til við útskriftir á ósjúkratryggðum. Við tökum á móti fólki sem glímir við andlega vanlíðan líka, það er okkar hlutverk.“ 

Andleg vanlíðan oft fylgifiskur

Verkefni félagsráðgjafa á bráðamóttökunni tengjast oftast andlegri heilsu sjúklinga, jafnvel þótt þeir …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár