Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix

Icelandair hefur verið sýknað af rúmlega 24 milljóna króna bótakröfu Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra fjölmiðilsins Fréttin.is, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá er Margréti gert að greiða flugfélaginu 1,5 milljón króna í málskostnað. 

Tildrög málaferlanna má rekja til september 2022 þegar Margrét átti bókað flug með Icelandair til Þýskalands. Þegar hún hugðist ganga um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir og flugvallarstarfsmenn tóku ákvörðun um að taskan skyldi færð í farangursrými vélarinnar, sem Margrét var mjög ósátt við.

Þegar inn í flugvélina var komið var Margréti gert að setja upp grímu, sem hún var einnig mjög ósátt við, auk þess sem hún taldi þá að vel mætti koma handfarangurstösku sinni fyrir innan farþegarýmis. Af þessu reis ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar sem lauk þannig að lögregla var kölluð til sem fylgdi henni frá borði. 

Ágreiningur Margrétar og Icelandair lýtur að því hvort heimilt hafi verið að vísa henni frá borði en hún telur svo ekki vera og að með því hafi Icelandair bakað henni umfangsmikið fjárhagslegt tjón og sömuleiðis valdið henni miska. 

Eftir millilendingu í Þýskalandi hafði hún áætlað að fljúga til Moskvu og fara þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu, meðal annars til að taka upp efni fyrir heimildamynd.

Heimildarmynd og ærumeiðingar

Í sundurliðaðri bótakröfu sem Margrét lagði fram telur hún meðal annars upp 550 þúsund krónur vegna ónýtts farmiða, rúma milljón vegna aukins launakostnaðar, rúma milljón vegna útlagðs hótelkostnaðar og rúmar 14 milljónir vegna „eyðilagðrar  heimildamyndar.“ 

Tilgreind fjárhæð tekur mið af lágmarksverðlagningu Netflix vegna kaupa fyrirtækisins á heimildarmyndum en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarrétt myndarinnar þangað. Í kröfugerðinni segir: „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma. Sjá „How much does Netflix [pay] for Documentaries“ – verðbil frá 15.000.000 króna – 300.000.000 króna“

Einnig krafðist Margrét bóta vegna ólögmætrar ærumeiðingar með brottvísuninn í viðurvist fjölda farþega, sem og ólögmætra fyrirmæla um andslitsgrímuburð, alls 3 milljóna króna. Einnig krafðist hún tveggja milljóna króna í bætur vegna þjáningar og lækniskostnaðar. 

Neysla áfengis og ógn við flugöryggi

Í málatilbúnaði Icelandair kemur fram að óumdeilt sé að flugstjóri hafi heimild til að neita farþegum eða farangri, með vísan í lög um loftferðir. Þá er bent á ákvæði um að mælt sé fyrir um það markmið flugstjóra að stefna að því að viðhalda góðri hegðun og reglu í loftfari, og skyldu farþega til að hlíta fyrirmælum flugstjóra og annarra í áhöfninni. Telur Icelandair að hegðun hennar, þar sem Margrét neitaði að hlýða fyrirmælum, hafi verið þess eðlis að það gæti ógnað flugöryggi ef henni hefði verið heimilt að fara með vélinni. 

Icelandair vísar einnig til þess að með miðakaupunum hafi Margrét samþykkt skilmála flugfélagsins en þar kemur til að mynda fram um að heimilt er „að neita farþegum um far í tilfellum þegar farþegi er í annarlegu ástandi vegna neyslu áfengis og/eða lyfja, farþegi hefur hegðað sér með óforsvaranlegum hætti áður, farþegi hlítir ekki fyrirmælum flugrekanda og starfsmanna hans eða farþegi ógnar, eða getur ógnað, öruggri starfrækslu flugs.“

Hvað bótakröfuna varðar þá segir í málsástæðum Icelandair um þann þátt sem varðar heimildamyndina að Margrét hefði ekki að nokkru leyti fært sönnur fyrir því að til staðar væri samningur við efnisveitur um kaup á heimilarmynd.

„Í raun hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hafa verið í sambandi við forsvarsmenn efnisveitna eða að nokkrar þær aðstæður séu fyrir hendi að minnsti möguleiki sé á að samningar gætu náðst um sölu heimildamyndar þeirrar sem stefnandi heldur fram að til hafi staðið að framleiða. Telur stefndi að því sögðu að hafna beri kröfu stefnanda hvað þennan lið áhrærir enda tilvist hins meinta tjóns lítið meira en orðin tóm.“

Margrét hafði áður leitað til Samgöngustofu og krafist bóta frá Icelandair vegna áðurgreindra atvika en niðurstaða Samgöngustofu var að flugfélaginu hefði verið heimilt að vísa henni frá borði.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár