Fjallabak
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson
Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson
Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells
Hljómsveit: Guðmundur Pétursson og Þorsteinn Einarsson
Þýðing: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir
Kúrekarnir Ennis og Jack eyða óvænt sumrinu saman þegar þeir eru að mótast sem fullorðnir menn, þeir fá starf við að sinna kindahjörð á fjallgarðinum Fjallabaki en fljótlega skipast veður í lofti. Þeir dragast hvor að öðrum, fyrst grípur lostinn þá en ástríðan umbreytist í ást, nánast þvert á þeirra vilja, ást sem lifir í leynum í tvo áratugi. Leikritið Fjallabak er byggt á verðlaunasmásögunni Brokeback Mountain eftir Annie Proulx en fleiri kannast kannski við kvikmyndina í leikstjórn Ang Lee sem vakti verðskuldaða athygli árið 2006. Nú má upplifa sögu Ennis og Jack í Borgarleikhúsinu, Fjallabak var frumsýnd síðastliðinn föstudag.
Ást er meginstefið í Fjallabaki en hatur er undirstefið. Hin eitraða karlmennska er ríkjandi í íhaldssömu samfélagi Bandaríkjanna um miðbik tuttugustu aldarinnar, eitruð karlmennska, sem hefur svo sannarlega gert vart við sig aftur á síðustu árum, gerir kúrekunum ómögulegt að eyða lífinu saman. Samfélagið og nánasta fjölskylda þeirra beggja skapa …
Athugasemdir