Heiða Björg Hilmisdóttir tók við lyklavöldum í ráðhúsi Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn, hálfum mánuði eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, sleit meirihlutasamstarfinu. Heiða hefur starfað í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna í ellefu ár en hún kom fyrst inn sem varaborgarfulltrúi árið 2014. Tæpu ári síðar tók hún sæti sem borgarfulltrúi.
Heiða Björg, sem mætti í myndatöku til Golla, ljósmyndara Heimildarinnar, í Þjóðmenningarhúsið á dögunum ásamt forseta Íslands, forsætisráðherra og biskupi, segir að vegna bakslagsins sem orðið hafi í jafnréttismálum víða um heim sé afar mikilvægt hve margar konur séu nú við völd á Íslandi.
„Ég get nefnt konurnar sem ég var með í dag sem allar gegna sínum störfum af fagmennsku. Ég vona að almenningur átti sig á, þó að það séu alls konar straumar úti í heimi þar sem verið er að tala niður konur, tala niður hinsegin fólk og tala niður alls konar þjóðfélagshópa, að við þurfum …
Heiða, komin með valdið, gerir að vissu leiti það sama og hún gagnrýnir, sýnir dómínans. Er það ekki ofbeldi? Hún neitar að leiðrétta þannig að samræmist mannréttindastefnu RVK kafla 2.1, um 40% lágmarkshlutfall kyns.
Heiða ber fyrir sig óskildum þáttum til að verja að konur séu með formennsku í 9 af 10 nefndum, með borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og formann borgarráðs. Og ber fyrir sig að íbúar hafi kosið fulltrúa og nú séu konur í meirihluta í fyrsta sinn (leiðtogalega séð já). Íbúar kusu hvergi í viðkomandi stöður. Og þó konur séu í forsvari fyrir stjórnmálaflokka, af hverju á það að víkja mannréttindastefnunni til hliðar?