Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að vera kona í valdastöðu. Frá degi til dags velti hún því ekki mikið fyrir sér. „Sem ég held að sé til marks um hversu langt við erum komin – að fólki finnist þetta heilt yfir vera orðið tiltölulega sjálfsagður hlutur. Mér finnst viðmótið fyrst og fremst vera jákvætt hérna heima,“ segir hún.
Kristrún setur þó þann fyrirvara á að hún viti hvernig sagan hefur verið til þessa. „Ég er hérna meðal annars vegna þess að það voru konur sem tóku stóra slagi og voru mér mjög miklar fyrirmyndir.“ Sjálf sé hún stolt af því að geta verið sterk fyrirmynd yngri kvenna.
Aldrei upplifað að hún sé ekki tekin alvarlega
Spurð hvort hún mæti sama viðmóti og karlar í sömu stöðu segir Kristrún að konur mæti sennilega mismunandi viðmóti óháð því hvort þær eru forsætisráðherra eða ekki. „Það er bara munur á milli kynjanna …
Athugasemdir