Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ný ráðherraskipan — Guðmundur Ingi tekinn við

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son er tek­inn við sem mennta- og barna­mála­ráð­herra. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir lét form­lega af embætti eft­ir að hafa til­kynnt um af­sögn sína á fimmtu­dag.

Ný ráðherraskipan — Guðmundur Ingi tekinn við
Sestur Guðmundur Ingi settist formlega í ráðherrastól á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrr í dag. Mynd: Golli

Guðmundur Ingi Kristinsson tók formlega við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Besstastöðum í dag. Hann tók við embætti af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína í kjölfar fréttaflutnings á fimmtudagskvöld. 

Ásthildur Lóa tók við sem mennta- og barnamálaráðherra frá 21. desember 2024 til dagsins í dag. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021.

Guðmundur Ingi hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017, þegar flokkurinn náði fyrst inn á þing. Hann var þingflokksformaður þar til í dag en Ragnar Þór Ingólfsson tekur við því hlutverki. 

Á tröppunumGuðmundir Ingi ræddi við fjölmiðla að loknum ríkisráðsfundi í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár