Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar á með­al fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, vilja end­ur­vekja systkina­for­gang í leik­skól­um. Slík­ur for­gang­ur er til stað­ar í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um en var af­num­inn í Reykja­vík fyr­ir 17 ár­um eft­ir álit borg­ar­lög­manns.

Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla
Leikskólamál Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Þetta er í fjórða sinn sem hún mælir fyrir frumvarpinu. Mynd: Golli

Átta þingmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri, hafa lagt fram frumvarp þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um leikskóla þar sem sveitarstjórnum „er heimilt að haga innritun með tilliti til þess að systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla, sem og með hliðsjón af nálægð leikskóla við lögheimili barna“. Frumvarpinu hefur verið útbýtt og er á dagskrá þingfundar í dag. 

„Þetta er löngu tímabært og búið að kalla eftir þessu í mörg ár,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem er að leggja frumvarpið fram í fjórða sinn. Dagbjört starfaði sem lögmaður hjá Reykjavíkurborg áður en hún tók sæti á Alþingi þar síðasta haust og þekkir vel til leikskólamála, sér í lagi álits borgarlögmanns frá 2008 sem varð til þess að systkinaforgangur á leikskóla borgarinnar var afnuminn. Í álitinu kom fram að reglan gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Helstu rök snúa að því að með systkinaforgangi gengju yngri börn framar eldri börnum eða börnum í sama árgangi sem ekki ættu eldri systkini í viðkomandi leikskóla. Dagbjört segir að með frumvarpinu sé verið að gera lagaheimildina ótvíræða. „Það er ótvíræður hagur allra sem í þessari borg búa, og þó víðar væri leitað, að fjölskyldur þurfi ekki að fara borgarenda á milli með sitthvort barnið sitt, bara svo það fái leikskólavist.“ 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að systkinaforgangur muni nýtast barnafjölskyldum og muni ekki koma niður á börnum sem ekki eiga eldra systkini. „Samvera systkina á sama leikskóla felur í sér dýrmæta og mikilvæga upplifun barna á fyrsta skólastiginu þegar hún er möguleg, og sveitarfélögum á að vera gert kleift að gera ráðstafanir til að koma af fremsta megni í veg fyrir að fjölskyldur þurfi að fara hverfa á milli til að sækja leikskóla með tilheyrandi álagi á umferð,“ segir í greinargerðinni. 

Í því skyni að tryggja börnum, sem ekki eiga eldra systkini á leikskóla, aðgengi að leikskóla innan eigin hverfis er einnig lagt til í frumvarpinu að heimila sveitarfélögum að móta reglur sem tryggi börnum forgang inn á leikskóla með hliðsjón af nálægð heimilis við leikskóla með svipuðum hætti og gildir um innritun í grunnskóla. 

Sveitarfélögin ráði ennþá ferðinni

Systkinaforgangur hefur verið sveigjanlegri í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík en Dagbjört segir meiningu frumvarpsins ekki vera að skylda sveitarfélög til að innleiða systkinaforgang. „Borginni verður eftir sem áður alveg frjálst að hafa þetta óbreytt, kjósi kjörnir fulltrúar að gera það svo. Hér er einfaldlega um að ræða heimild til þess að taka tillit til fleiri þátta en bara kennitölu og aldur barns.“ 

Með breytingunni telja flutningsmenn að tryggja megi að sem flest börn geti hafið leikskólagöngu í námunda við heimili sitt á tilskildum aldri. Dagbjört segist þó gera sér grein fyrir að frumvarpið leysi ekki vandann í leikskólamálum í heild sinni, sem snýr að biðlistum og mönnun. „Þetta mál leysir ekki allt, en þetta er skref í rétta átt. En þetta er samfélagslegt vandamál sem við verðum að leysa.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár