Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands

Upp­setn­ing á sam­þætt­ing­ar­mið­stöð ör­ygg­is- og varn­ar­mála, notk­un á ómönn­uð­um eft­ir­lit­skaf­báti til að efla eft­ir­lit með sæ­strengj­um og höfn­um, og efl­ing eft­ir­lits með netárás­um er með­al að­gerða sem ráð­ist verð­ur í til að styrkja varn­ar­við­bragð Ís­lands. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í rík­is­stjórn í morg­un til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Ís­lands.

Ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands

Utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember kemur fram að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna. 

Stefnunni er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma með áherslu á ytri ógnir og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi, fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað, og skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi, auk þess að benda á hugsanlegar umbætur á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála.

Efling vöktunar

Á sama tíma og þessi vinna hefst verður ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands og stöðu landsins sem  samstarfsaðila bandalagsríkja í varnarmálum, innan núverandi fjárheimilda til varnarmála. Þar er meðal annars horft til þess að auka samlegð í starfi stofnana á þessu sviði með auknu samstarfi, efldri vöktunar- og viðbragðsgetu og kaupum á sérhæfðum búnaði.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í er uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þá verður ómannaður eftirlitskafbátur tekinn í notkun í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Eftirlit með netárásum verður sömuleiðis eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.

„Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Þörfin á styrkingu í öryggis- og varnarmálum er knýjandi og því hef ég flýtt þessari stefnumótun, sem unnin verður í samstarfi við alla flokka á Alþingi,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum,“ segir hún ennfremur.

Samráðshópur þingmanna

Samkvæmt utanríkisráðuneytinu verður við mótun stefnunnar byggt á stefnum og skuldbindingum sem Ísland hefur tekist á hendur og átt þátt í að þróa, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin og svæðisbundins varnarsamstarfs.

Settur verður á fót samráðshópur þingmanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi til að ræða inntak og áherslur stefnunnar. Jafnframt verður óskað álits frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála. Þá verður náið samráð haft við utanríkismálanefnd, ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál og þjóðaröryggisráð. Utanríkisráðuneytið heldur utan um vinnuna í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og önnur ráðuneyti og stofnanir. Stefnt er að því að leggja fram drög að stefnu fyrir lok vorþings. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu