Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 14 mars 2025: Hver er þessi risaapi? - og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 14. mars.

Spurningaþraut Illuga 14 mars 2025: Hver er þessi risaapi? - og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hér eru í réttum hlutföllum skuggamyndir manns og risaapans Gigantopithecus blacki sem dó út fyrir 200.000 árum. Hver af núlifandi apategundum er skyldust þessu trölli?
Seinni myndaspurning:Þetta er albúm á fyrstu plötu íslensks tónlistarmanns. Hvítur miði hefur verið settur yfir andlit tónlistarmannsins, sem er .... hver?
  1. Utan um hvað er brugðið Kuiper-beltinu?
  2. Hvað af þessum tungumálum er skyldast íslensku: Arabíska – baskneska – finnska – grænlenska – hebreska – hindí – japanska – svahílí – tyrkneska?
  3. Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir kallar sig ... hvað?
  4. Hvað er Proxima Centrauri – og hér þarf svarið að vera býsna nákvæmt.
  5. Í hvaða landi leggur tónlistarfólk stund á K-Pop?
  6. En frá hvaða landi kemur fadó-tónlistin?
  7. Í hvaða stríði var háð fræg og blóðug orrusta við Verdun?
  8. Hver er stærsta fruman í mannslíkama?
  9. Hið svonefnda (en rangnefnda) Tyrkjarán fólst í því að sjóræningjar frá Norður-Afríku lentu hér á landi og rændu fólki á Austfjörðum, Vestmannaeyjum og ... já, og hvar?
  10. Hvaða ár varð Tyrkjaránið? Svarið þarf að vera hárrétt!
  11. Hver af þessum bílategundum er EKKI frá Japan: Honda – Kia – Nissan – Mazda – Subaru – Toyota?
  12. Hvaða söngkona gaf út plötuna Born This Way 2011?
  13. Háskóli einn hefur aðsetur á Bifröst. Hvar er Bifröst?
  14. Nafnið er komið úr norrænni goðafræði. Hvað er bifröst í þeim fræðum?
  15. Alfred Wegener hét maður sem setti í upphafi 20. aldar fram kenningu sem fáir tóku mark á en 50–60 árum síðar kom í ljós að hann hafi haft laukrétt fyrir sér. Hvað kallast kenning hans?

Svör við myndaspurningum:
Risaapinn á fyrri myndinni var skyldastur organgútan sem lifir í Suðaustur-Asíu. Það var Björk sem gaf út plötuna með skrautlega umslaginu.
Svör við almennum spurningum:
1.  Sólkerfið.  —  2.  Hindí.  —  3.  Gugusar.  —  4.  Sú sól/stjarna ser NÆST sólkerfi okkar.  —  5.  Suður-Kóreu.  —  6.  Portúgal.  —  7.  Fyrri heimsstyrjöld.  —  8.  Eggið (eingöngu í konum).  —  9.  Grindavík.  —  10.  1627.  —  11.  Kia.  —  12.  Lady Gaga.  —  13.  Í Borgarfirði.  —  14.  Brú milli mannheima og goðheima.  —  15.  Landrekskenningin.  
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár