Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Styttri bið Elfar Andri Heimisson sérnámslæknir hefur starfað á bráðamóttöku í Noregi þar sem það er talið alvarlegt ef sjúklingur er lengur en fjóra tíma á bráðamóttökunni. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Stærsti kúnnahópur Landspítalans eru kynslóðirnar sem eru fæddar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Kynslóðirnar sem koma þar á eftir eru mun stærri og þegar sá hópur kemur af fullum þunga inn í heibrigðiskerfið þarf mun fleiri hjúkrunarrými en nú vantar. 

Í gámabyggð fyrir aftan Landspítalann í Fossvogi er flæðisdeild spítalans, sem reynir á hverjum degi að finna pláss úti í samfélaginu fyrir sjúklinga sem hafa lokið læknismeðferð og bíða útskriftar. Hildur Helgadóttir, deildarstjóri flæðisdeildarinnar, segir að stærsti sjúklingahópurinn séu kynslóðirnar fæddar á fjórða og fimmta áratugnum, okkar elsta fólk. „Þetta er heilmikill hópur með alls konar flóknar þarfir. Þegar maður leiðir hugann að kynslóðinni sem kemur á eftir, fólki sem er fætt á sjötta og sjöunda áratugnum þá erum við að horfa á rosalega stóra árganga þar. Þetta er fólk sem við erum byrjuð að sjá koma hér inn. Þetta er svo stór hópur að við höldum stundum …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er ekkert undarlegt við þetta. Helmingaskiptaflokkarnir hafa verið samtaka í að draga,,tennurnar" úr allri velferð og innviðum á Íslandi alla þessa öld og steininn tók úr þegar Vinstri Grænir sem alltaf gáfu sig út fyrir að vera sá flokkur sem væri félagssinnaðastur af öllum tóku sig til árið 2017 að leggja helstu andstæðingunum lið. Ég var að vona að VG myndu draga úr ,,tanntökunni" Gaf þeim frið í marga mánuði, en því miður. Hvort það voru stólarnir, völdin og forréttindi sem samstarfið gaf þeim, veit ég ekki. Þau verða að svara fyrir það.

    Afskaplega margir vilja fá að taka þátt í partýinu sem fráfarandi ríkisstjórn bauð sumum í og öðrum ekki.

    Við erum að sjá það þessa dagana að það er engin eðlismunur á því sem er að gerast beggja vegna Atlantsála og hérna heima.

    Spillingin er farin að éta börnin sín og því miður hef ég enga trú á að dugmiklir konur kunni að breyta því, þótt ósk mín snúist um það.

    Ríkisstjórn sem er tilbúin að ráðast að náttúru landsins til þess eins að seðja græðgin, það er ekki ríkisstjórnin mín.

    Ég held að okkur sé brýnast að rifja upp hvernig forfeður okkar geymdu matvæli og hvernig við getum notað þau verkfæri sem ekki ganga fyrir rafmagni. Því ef heldur áfram sem horfir, þá tekur það hvorki Rússa né Bandaríkjamenn margar mínútur að slökkva hér á öllu.

    Kapítalisminn er farinn að lifa sínu sjálfstæða lífi. Fáist hlutirnir ekki fyrir peninga, þá eru þeir teknir með valdi.

    Við sjáum hvað er að gerast á Seyðisfirði, Hafnarfirði, Hvalfirðinum, Þorlákshöfn og nú skal ráðist að neðri hluta Þjórsár 😪😪😪
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár