Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Yfirsýn Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir og sérfræðingurinn á vaktinni fer yfir ástand sjúklingsins á meðan hjúkrunarfræðingar sinna honum. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Það er aðeins eitt orð sem ekki má nota á bráðamóttökunni og sérstaklega ef það er notað í spurnarformi: Rólegt. Starfsfólkið talar um „r-orðið“ og notkun á þessu orði er í raun táknmynd um það óvænta – áminning um að á bráðamóttökunni getur ástandið breyst á mjög skömmum tíma. Og þegar það gerist eru neyðarstæðin mikilvægasta svæðið á bráðamóttökunni. 

Byrjaði óvenju rólega

Það er helgi og það er nótt. Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir er sérfræðingurinn á vaktinni og það hefur verið lítið að gera þrátt fyrir að það sé helgi og nótt. „Þetta eru svo óvenjulegar næturvaktir – bæði núna í kvöld, laugardag, og í gær, föstudag. Venjulega er mun meira að gera. Mun meira um djamm, mun meira um ölvun, líkamsárásir, vandamál tengd fíkniefnum og svoleiðis. Þetta er náttúrlega bara svolítið sveiflukennt. En ég man ekki eftir helgarnæturvöktum sem hafa verið svona rólegar eins og núna. Við erum einum …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu