Það er aðeins eitt orð sem ekki má nota á bráðamóttökunni og sérstaklega ef það er notað í spurnarformi: Rólegt. Starfsfólkið talar um „r-orðið“ og notkun á þessu orði er í raun táknmynd um það óvænta – áminning um að á bráðamóttökunni getur ástandið breyst á mjög skömmum tíma. Og þegar það gerist eru neyðarstæðin mikilvægasta svæðið á bráðamóttökunni.
Byrjaði óvenju rólega
Það er helgi og það er nótt. Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir er sérfræðingurinn á vaktinni og það hefur verið lítið að gera þrátt fyrir að það sé helgi og nótt. „Þetta eru svo óvenjulegar næturvaktir – bæði núna í kvöld, laugardag, og í gær, föstudag. Venjulega er mun meira að gera. Mun meira um djamm, mun meira um ölvun, líkamsárásir, vandamál tengd fíkniefnum og svoleiðis. Þetta er náttúrlega bara svolítið sveiflukennt. En ég man ekki eftir helgarnæturvöktum sem hafa verið svona rólegar eins og núna. Við erum einum …
Athugasemdir