Frá Bogota á bráðamóttökuna

Á ferð um land­ið heill­uð­ust Sandra Gonza­lez bráða­lækn­ir og Oscar D. Ru­bio æða­skurð­lækn­ir svo af Ís­landi að þau ákváðu að sækja um á Land­spít­al­an­um og setj­ast hér að. Þau segja mik­inn mun á því að vera lækn­ir hér þar sem hægt er að veita öll­um rétta þjón­ustu en í heima­land­inu þar sem þjón­ust­an velt­ur á trygg­ing­um sjúk­linga.

Frá Bogota á bráðamóttökuna
Komin til að vera Sandra og Oscar voru hissa á hvað það reyndist auðsótt að fá vinnu á Landspítalanum og lækningaleyfi hér á landi. Þau reyna nú að læra íslensku, enda komin til að vera. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Sandra Gonzalez bráðalæknir og Oscar D. Rubio æðaskurðlæknir komu sem ferðamenn til Íslands í nóvember 2019. „Við keyrðum hringinn og heilluðumst bæði af landinu. Ísland er mjög fallegt land og ég sagði við manninn minn: „Núna verð ég að koma að sumri til, því ef það er fallegt á veturna – hvernig er þá á sumrin?“ sagði Sandra við Oscar en svo kom Covid. Það var svo árið 2021 sem Oscar keypti flugmiða til Íslands til að bjóða eiginkonunni að sjá eldgosið í Fagradalsfjalli. Sandra segist hafa fallið algjörlega fyrir Íslandi í ferðalaginu. „Þá hugsaði ég: Hér langar mig að búa, ég vil flytja hingað.“

Sandra og Oscar voru að skrá sig út af hóteli þegar hótelstarfsmaðurinn óskar þeim góðrar ferðar til baka og hvetur þau til að heimsækja Ísland aftur. „Ég sagði við starfsmanninn að þetta væri …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár