Rafael Campos de Pinho er arkitekt og borgarskipulagsfræðingur frá Brasilíu sem unnið hefur í Bandaríkjunum, á Spáni, Íslandi og víðar – en hann hefur búið á Íslandi og er kvæntur íslenskri konu. Egill Sæbjörnsson (undirritaður) er myndlistar- og tónlistarmaður sem einnig hefur fengist við arkítektúr síðustu ár. Báðir tilheyra hópnum sem skorar í meðfylgjandi bréfi á borgaryfirvöld að stýra uppbyggingu fallegra umhverfis. Þeir ræða það sem þeim þykir vera ráðaleysi í byggingu nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Í samtalinu er Egill staddur á Íslandi en Rafael á Ítalíu. Samtalið fer fram í gegnum netið.
Egill: Nú erum við hér, kæri Rafael, saman út af því að okkur finnast svo margar byggingar sem verið er að byggja í Reykjavík – og víðar – ljótar og einhvern veginn verið að skemma borgina. Við erum jú líka hluti hóps sem nú hefur með meðfylgjandi bréfi skorað á almenning, stjórnvöld, hönnuði, verktaka og …
Athugasemdir