Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins

Rúm­lega helm­ing­ur kjós­enda vill að þeir flokk­ar sem hafa hlot­ið greiðsl­ur úr rík­is­sjóði án þess að vera skráð­ir sem stjórn­mála­flokk­ar end­ur­greiði féð. Aft­ur á móti er stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins – sem á mest und­ir – lík­leg­ast til að vilja að flokk­arn­ir haldi fjár­mun­un­um.

Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins
Gjaldþrot Inga Sæland, formaður og stofnandi Flokks fólksins, hefur sagt gjaldþrot blasa við flokknum, verði hann krafinn um endurgreiðslu 240 milljóna króna styrkja. Mynd: Golli

Fimmtíu og eitt prósent kjósenda vill að þeir stjórnmálaflokkar sem fengu ríkisstyrki án þess að uppfylla öll skilyrði þar um endurgreiði fengna styrki. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu. Stuðningsfólk Flokks fólksins sker sig úr hvað varðar afstöðu en tæplega 46 prósent þeirra telja að flokkar í þessari stöðu ættu ekki að endurgreiða fé.

Flokkurinn hefur verið í eldlínunni eftir að Morgunblaðið upplýsti að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu án þess að uppfylla skilyrði fyrir styrkjum. Er það vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur hjá Skattinum. 

Vísir greindi svo frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði líka þegið styrki án þess að uppfylla skilyrði. Það var árið 2022 þegar flokkurinn fékk 167 milljónir frá ríkissjóði, rétt áður en skráningu flokksins hjá Skattinum var breytt. 

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er þó einna mest afgerandi í afstöðu sinni gagnvart því að flokkar ættu að endurgreiða styrki. 73,3 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks er á þeim buxum, á meðan 10,3 prósent þeirra telja flokka ekki eiga að endurgreiða. 

Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins.

Afstaða stuðningsfólksSvona er afstaða kjósenda, flokkað eftir því hvaða flokk það styður.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sökudólgurinn í málinu er fjármálaráðuneytið.

    Það hefði átt að benda flokkunum á að þeir þyrftu að skrá sig sem stjórnmálaflokk til að fá styrkina greidda. Þá hefði ekki staðið á að þeir gerðu það.

    Að greiða út þessa styrki og krefjast þess löngu seinna að flokkarnir endurgreiddu þá er ekki sanngjarnt og hefði alvarlegar afleiðingar.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Enn ein falleinkuninn í einkunnabók opinberrar stjórnsýslu.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Nú er ég verulega hissa á þér Aðalsteinn Kjartansson!
    -1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Mig langar að spyrja ritstjórn Heimildarinnar hvort þeim liggi svona á að koma áróðri sjálfstæðisflokksins til framkvæmdar ?
    Á maður að fara að hugsa um peninginn , sem ég hef sett í stuðning við Heimildina ?
    -1
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það dugði sjálfstæðisflokknum vel að segjast ætla að endurgreiða styrkina frá bönkunum og nú eru allir búnir að gleyma þessu svokallaða hruni.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár