Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins

Rúm­lega helm­ing­ur kjós­enda vill að þeir flokk­ar sem hafa hlot­ið greiðsl­ur úr rík­is­sjóði án þess að vera skráð­ir sem stjórn­mála­flokk­ar end­ur­greiði féð. Aft­ur á móti er stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins – sem á mest und­ir – lík­leg­ast til að vilja að flokk­arn­ir haldi fjár­mun­un­um.

Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins
Gjaldþrot Inga Sæland, formaður og stofnandi Flokks fólksins, hefur sagt gjaldþrot blasa við flokknum, verði hann krafinn um endurgreiðslu 240 milljóna króna styrkja. Mynd: Golli

Fimmtíu og eitt prósent kjósenda vill að þeir stjórnmálaflokkar sem fengu ríkisstyrki án þess að uppfylla öll skilyrði þar um endurgreiði fengna styrki. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu. Stuðningsfólk Flokks fólksins sker sig úr hvað varðar afstöðu en tæplega 46 prósent þeirra telja að flokkar í þessari stöðu ættu ekki að endurgreiða fé.

Flokkurinn hefur verið í eldlínunni eftir að Morgunblaðið upplýsti að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu án þess að uppfylla skilyrði fyrir styrkjum. Er það vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur hjá Skattinum. 

Vísir greindi svo frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði líka þegið styrki án þess að uppfylla skilyrði. Það var árið 2022 þegar flokkurinn fékk 167 milljónir frá ríkissjóði, rétt áður en skráningu flokksins hjá Skattinum var breytt. 

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er þó einna mest afgerandi í afstöðu sinni gagnvart því að flokkar ættu að endurgreiða styrki. 73,3 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks er á þeim buxum, á meðan 10,3 prósent þeirra telja flokka ekki eiga að endurgreiða. 

Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins.

Afstaða stuðningsfólksSvona er afstaða kjósenda, flokkað eftir því hvaða flokk það styður.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sökudólgurinn í málinu er fjármálaráðuneytið.

    Það hefði átt að benda flokkunum á að þeir þyrftu að skrá sig sem stjórnmálaflokk til að fá styrkina greidda. Þá hefði ekki staðið á að þeir gerðu það.

    Að greiða út þessa styrki og krefjast þess löngu seinna að flokkarnir endurgreiddu þá er ekki sanngjarnt og hefði alvarlegar afleiðingar.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Enn ein falleinkuninn í einkunnabók opinberrar stjórnsýslu.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Nú er ég verulega hissa á þér Aðalsteinn Kjartansson!
    -1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Mig langar að spyrja ritstjórn Heimildarinnar hvort þeim liggi svona á að koma áróðri sjálfstæðisflokksins til framkvæmdar ?
    Á maður að fara að hugsa um peninginn , sem ég hef sett í stuðning við Heimildina ?
    -1
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það dugði sjálfstæðisflokknum vel að segjast ætla að endurgreiða styrkina frá bönkunum og nú eru allir búnir að gleyma þessu svokallaða hruni.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár