Í landi hinna frjálsu, svo vitnað sé í þjóðsöng Bandaríkjanna, eru nú hópar fólks sem þora ekki að tjá sig opinberlega um nýlegar tilskipanir Trumps Bandaríkjaforseta. Meðal annars um trans fólk. Þeirra á meðal er íslenskur trans maður sem býr þar í landi.
Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, segir það staðreynd að fólk í Bandaríkjunum hiki við að tjá sig, enda sé markvisst verið að „saxa á tjáningarfrelsi trans fólks og fleiri minnihlutahópa í Bandaríkjunum“. Í því felist alvarleg aðför að lýðræðinu.
Ungur íslenskur trans maður sem búið hefur í Bandaríkjunum í 15 ár segir að óvissan um framtíð trans fólks í landinu sé slík að hann treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. „Þetta er að gerast mjög hratt. Við erum að upplifa röð áfalla þegar kemur að mannréttindum. Eitthvað nýtt kemur upp á hverjum degi, sem þarf að vinna úr. Ég tek vel …
Donald Trump og glæpagengi hans er sjúkdómseinkenni á veiku og mölbrotnu ríkjasambandi. Svona skelfilegir og geðveikir ofbeldisseggir koma fram á sjónarsviðið þegar sviðið hefur verið hannað, undirbúið og smíðað.
Sama átti við um títtnefndan nasistaforingja Þýskalands á öldinni sem leið. Þessir karakterar birtast þegar sjúk samfélög kalla þá til forystu.
Minnihlutahópar og fólk í viðkvæmri stöðu er sérstaklega í hættu þegar ríki og/eða ríkjasambönd brotna niður. Það er vissulega sorglegt.