Ólöf Tara látin eftir áralanga baráttu gegn ofbeldi: „Svo óbærilegt“

Bar­áttu­kon­an Ólöf Tara lést í fyrrinótt. Henni hef­ur í kvöld ver­ið þökk­uð bar­átta henn­ar gegn kyn­bundnu of­beldi und­ir merkj­um sam­tak­anna Öfga.

Ólöf Tara látin eftir áralanga baráttu gegn ofbeldi: „Svo óbærilegt“
Ólöf Tara Harðardóttir Vakti athygli fyrir baráttu sína gegn kynbundnu ofbeldi sem ein af stofnendum samtakanna Öfga. Mynd: Facebook / Ólöf Tara

Ólöf Tara Harðardóttir, sem lést í fyrrinótt á 35. aldursári, hefur í kvöld fengið þakkir fjölmargra fyrir áralanga baráttu hennar gegn kynbundnu ofbeldi. 

Aðstandendur hennar sendu í kvöld tilkynningu á fjölmiðla. Þar segir að Ólöf Tara hafi lengi búið við ofbeldi í nánu sambandi sem mótaði hana mikið. Síðustu ár lífsins hafi hún helgað baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins. „En sárin rista djúpt,“ og Ólöf Tara lifði ekki af.  

Sjálf hafði Ólöf greint frá langvarandi áhrifum kynferðisofbeldis í nóvember síðastliðnum í færslu um ljósagöngu UN Women.

„Ég Ólöf Tara er ein af hverjum fjórum, ég er ein af þeim sem kærði ekki. Kannski einn daginn verð ég tölfræðin um konuna sem lést langt fyrir aldur fram vegna afleiðinga ofbeldis, með öllum hinum konunum. Tölfræði í lifandi lífi og tölfræði eftir lifandi líf. Það sem ég er kannski að reyna segja er að tölfræðin er mikilvæg, en þolendur eru bara svo miklu miklu meira,“ skrifaði hún.

Ólöf Tara var fædd í Reykjavík 9. mars 1990 og var því á 35. aldursári. Foreldrar hennar eru Tinna Arnardóttir og Hörður Örn Harðarson. 

Tökum utan um hvort annað

„Það er einlæg ósk aðstandenda hennar að breytinga megi áfram vænta, að baráttan haldi áfram og skili árangri, að dómaframkvæmd breytist og að samfélagið okkar sameinist um að ofbeldi verði ekki liðið, aldrei! Þörf er á einlægum samskiptum fólks, án upphrópana og hleypidóma. Þörf er á umhyggju, væntumþykju og hluttekningu.  Tökum utan um hvert annað í stað þess að taka hvert á öðru.“ 

Um leið hvöttu þau öll til að sækja sér aðstoðar þegar myrkrið færðist yfir. „Aðstandendur minna á að þeir sem eiga um sárt að binda og hafa sjálfsvígshugsanir hafa alltaf stuðning og von. Bent er á Píeta samtökin í síma 552-2218 og hjálparsíma Rauða krossins, 1717.“

Hlaut fjölmargar viðurkenningar

Ólöf Tara var kraftmikil í umræðu um og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og kom að stofnun tveggja samtaka, Öfga og Vitundar, sem börðust ötullega fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis.

Með Öfgum hlaut Ólöf Tara fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína, þar á meðal frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, og hélt mörg erindi í tengslum við kynbundið ofbeldi. Öfgar ávörpuðu meðal annars Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann og funduðu með fulltrúum Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Barátta hennar sneri ekki síst að því að stöðva byrlanir og kvenmorð.

Var hún annar tveggja stjórnenda nýrra hlaðvarpsþátta, Dómstóll götunnar, þar sem rýnt er í dóma sem falla hér á landi. Nú í janúar kom hún að stofnun nýrra samtaka gegn kynbundu ofbeldi, Vitund.

Samhliða baráttustörfum sínum rak hún eigið fyrirtæki og sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna.  

Minnast öflugrar baráttukonu

„Himinninn grætur af þvílíku offorsi núna,“ segir Anna Bentína Hermannsdóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, á Facebook. „Svo óbærilegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi talskona Stígamóta.  

Fjölmargir minnast öflugrar baráttukonu og þakka henni fyrir sitt framlag.

Ugla Stefanía Kristjönu Jónsdóttir minnir á hversu þungt það getur verið að standa í stafni slíkrar baráttu. „Það er líka alveg ljóst að þessi barátta er upp á líf og dauða, og þegar fólk er að kvarta undan þessum öfgafemínístum, gera lítið úr baráttunni gegn kynferðisofbeldi og draga í efa frásagnir þolenda, þá eru þau að ráðast gegn konum eins og Ólöfu. Konu sem hefur þurft að þola langt ofbeldissamband og áframhaldandi ofbeldi í kjölfar þess að hún stígur fram og berst fyrir betra samfélagi. 

Hún sendi fjölskyldu Ólafar og vinum samúðarkveðjur:  „Heimurinn er svo sannarlega fátækari án hennar.“

Ólöf Tara stóð vaktina sem fáir vildu standa. Slagurinn sem hún tók gegn kynbundnu ofbeldi er nefnilega ekki alltaf vinsæll, en hann er svo mikilvægur. Hennar rödd var mikilvæg og rataði hún meðal annars í þingsályktunartillögu sem ég lagði fram sem varaþingmaður, og mældi fyrir á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Síðan var hún líka bara ótrúlega falleg sál og með smitandi hlátur.

Elsku Ólöf, þú áttir ekki að þurfa að taka alla þessa slagi en þú gerðir það samt og við erum öll óendanlega þakklát fyrir það. Þú tókst utan um brotaþola og gerðir þeirra baráttu að þinni baráttu. Þú gerðir svo mikið fyrir samfélagið og mér þykir það svo leitt, enda óskandi að það hefði ekki verið svona mikið verk að vinna til að byrja með.

Þín rödd verður áfram mikilvæg og mun alltaf vera það, við erum mörg sem ætlum að sjá til þess. Ég mun ávallt hugsa til þín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna,“ skrifar fyrrverandi varaþingmaðurinn Lenya Rún. 

Í baráttuhópi gegn ofbeldi er hennar minnst sem magnaðrar konu, hetju, sem margir eiga margt að þakka. „Hún var ötul talskona fyrir breyttu og bættu samfélagi og að draga gerendur til ábyrgðar og að trúa þolendum. Samfélagið er breytt hennar vegna og í minningu hennar mun ég halda áfram að hafa hátt og standa með þolendum. Hvíldu í friði einstaka kona og TAKK fyrir það sem þú hefur gert.“


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár