Á sunnudaginn í síðustu viku steig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á svið í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Þar talaði hún fyrir stórum hópi fólks og tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir utan Áslaugu hefur aðeins einn sóst opinberlega eftir embættinu, listamaðurinn Snorri Ásmundsson. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir því að verða arftaki Bjarna Benediktssonar, sem hefur verið formaður frá árinu 2009.
Á ekki að koma í stað fálkans

Nokkra athygli vakti nýtt merki Áslaugar Örnu sem kynnt var á fundinum. Það er innblásið af fálkanum sem prýðir merki Sjálfstæðisflokksins og var hannað fyrir þessa tilteknu kosningabaráttu. Samkvæmt framboði Áslaugar Örnu var merkið unnið í samstarfi nokkurra aðila.

Þegar hún var spurð út í merkið á sunnudaginn sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 að merkið væri ekki …
Athugasemdir