Almennar spurningar:
- Hvenær dóu risaeðlurnar út? Fyrir 666 milljónum ára – 66 milljónum ára – 6 milljónum ára – 660 þúsund árum – 66 þúsund árum?
- Hver er Philomena Cunk?
- Hversu margar eru Hómerskviður?
- Karl nokkur Dönitz gegndi í 23 daga embætti sem hafði verið afar valdamikið en var að vísu orðið nær valdalaust þegar hann tók við því. Hann hafði vit á að leggja embættið niður og sat svo í fangelsi í tíu ár. Hvaða embætti var þetta?
- Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Substance?
- Hvaða fræga hljómsveit gaf á sínum tíma út plötuna Let It Bleed?
- En hvaða fræga hljómsveit svaraði skömmu síðar með plötunni Let It Be?
- Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?
- Hvaða ráðherraembætti gegnir Inga Sæland? Svarið þarf að vera nákvæmt.
- Hvaða persóna í heimi Harry Potters á eða átti systkini sem heita að fornafni Ariana og Aberforth?
- „Atti katti nóa, atti katti nóa, emissa demissa dolla missa dei.“ Hvert er framhaldið?
- Hvers konar dýr er mjaldur?
- Hún er lærður dansari, starfar sem hugmynda- og textastjóri og er í aukavinnu sem eins konar veislustjóri í sjónvarpinu. Hvað kallast hún?
- Til hvaða borgar í Frakklandi fór Vigdís Finnbogadóttir til að læra frönsku?
- Hver er aðaluppistaðan í ítalska réttinum risotto?
Svör við myndaspurningum:
Fyrri myndin er tekin á Páskaeyju eða Rapa Nui. Það er auðséð af styttunum frægu sem sést í lengst til hægri. Á seinni myndinni er Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Svör við almennum spurningum:
1. Fyrir 66 milljónum ára. — 2. Persóna (umsjónarmaður) í grín-fræðsluþáttum um jörðina og lífið. — 3. Tvær. — 4. Foringi Þýskalands, eftirmaður Hitlers. — 5. Demi Moore. — 6. Rolling Stones. — 7. Bítlarnir. — 8. Hanoi. — 9. Félags- og húsnæðisráðherra. — 10. Albus Dumbledore. — 11. „Setra kolla missa radó.“ — 12. Hvalur. — 13. Berglind Festival. — 14. Grenoble. — 15. Hrísgrjón.
Athugasemdir (1)