Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag tillögu um að gengið verði til viðræðna við félagið Laka fasteignir ehf. um að það byggi nýjan leikskóla fyrir 180 til 200 börn í Elliðaárdal, sem borgin svo leigi og reki. Auk þess verði skoðað hvort nýta megi hluta Hins hússins að Rafstöðvarvegi 7 undir leikskólastarfsemi, en það er í eigu dótturfélags fasteignafélagsins.
Umrætt félag, Laki fasteignir, hét áður GT 2 ehf. og er í fullri eigu breska félagsins GT Two Trust, sem er í eigu Ágústs Guðmundssonar, annars Bakkavararbræðra.
Í tillögu um málið frá Einari Þorsteinssyni borgarstjóra, sem kynnt var og samþykkt á fundi borgarráðs í gær, sagði að farið yrði í viðræðurnar með það markmið að undirrita mætti leigusamning til 10–15 ára, með möguleika á framlengingu, fyrir lok þessa mánaðar og að leikskólinn yrði tilbúinn á þessari lóð, við hlið Hins hússins, á fyrsta ársfjórðungi 2026.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sat hjá …
Athugasemdir