Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Bakkavararbróðir byggi borgarleikskóla í Elliðaárdal

Stefnt er að því að fast­eigna­fé­lag í eigu Ág­ústs Guð­munds­son­ar byggi hús­næði við hlið Hins húss­ins í Ell­iða­ár­dal sem Reykja­vík­ur­borg svo leigi til næstu 10 til 15 ára. Borg­ar­ráð sam­þykkti að ganga til samn­inga við fé­lag­ið Laka fast­eign­ir ehf. á fimmtu­dag­inn.

Bakkavararbróðir byggi borgarleikskóla í Elliðaárdal
Leikskólauppbygging Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru á meðal auðugustu Íslendinga og stórtækir í viðskiptum. Fasteignafélag í eigu bresks félags í eigu Ágústs vill byggja leikskólahúsnæði í Elliðaárdal fyrir Reykjavíkurborg og hefur borgarráð ákveðið að ganga til samninga um uppbygginguna.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag tillögu um að gengið verði til viðræðna við félagið Laka fasteignir ehf. um að það byggi nýjan leikskóla fyrir 180 til 200 börn í Elliðaárdal, sem borgin svo leigi og reki. Auk þess verði skoðað hvort nýta megi hluta Hins hússins að Rafstöðvarvegi 7 undir leikskólastarfsemi, en það er í eigu dótturfélags fasteignafélagsins.

Umrætt félag, Laki fasteignir, hét áður GT 2 ehf. og er í fullri eigu breska félagsins GT Two Trust, sem er í eigu Ágústs Guðmundssonar, annars Bakkavararbræðra.

Í tillögu um málið frá Einari Þorsteinssyni borgarstjóra, sem kynnt var og samþykkt á fundi borgarráðs í gær, sagði að farið yrði í viðræðurnar með það markmið að undirrita mætti leigusamning til 10–15 ára, með möguleika á framlengingu, fyrir lok þessa mánaðar og að leikskólinn yrði tilbúinn á þessari lóð, við hlið Hins hússins, á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sat hjá …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Borgin velur sér vandaða viðskiptafélaga, eru ekki allir sammála um það ?
    3
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hver er reynsla okkar af Bakkavararbræðrum? Voru þeir ekki bæði persónur og leikendur í hruninu 2008?
    2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Að láta fjárfesta byggja og leigja svo af þeim eru sannanir þess að ríki og borg eru illa rekin og rekstraraðilar eru vanhæfir og á að reka þá.... það leigir enginn sem getur keypt en atvinnupólitíkusar gera það því á bókinni lítur það betur út til skamms tíma. Og svo stóla þeir á gleymsku kjósenda og sofandihatt fjölmiðlanna.
    2
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Hvernig dettur opinberum aðilum í hug að eiga samstarf með þekktum meintum hrunverjum? Eru menn einfaldlega búnir að gleyma öllu?
    6
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Ömurlegt í alla staði. Mörlandinn heldur áfram að leggja í púkkið hjá þessum hrunverjum. Af hverju í ósköpunum byggir borgin ekki og rekur sínar skólabyggingar sjálf. Marg sýnt og sannað að það er hagkvæmast til lengri tíma litið. Nægir að minna á hörmungarsögu Reykjanesbæjar, sem fetuðu þessa frjálshyggjuslóð með ómældu tjóni fyrir bæinn.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta fasteignabrask er nú ekki borginni til sóma.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár