Sjóður í rekstri hjá Stefni, sjóðstýringarfélagi Arion banka, hefur keypt 73 prósenta hlut í félaginu ISNIC, Internet á Íslandi hf., sem sér um skráningu og útgáfu á íslenska landshöfuðléninu, .is.
Bindandi samkomulag um kaupin náðist í september í fyrra og í desember tilkynnti ríkissjóður að hann myndi falla frá forkaupsrétti. Kaupverðið er trúnaðarmál, samkvæmt svari sjóðstjóra hjá Stefni við fyrirspurn Heimildarinnar um kaupin.
Fyrst var sagt frá kaupunum í fréttatilkynningu sem barst frá Stefni síðdegis í gær, miðvikudag. Litlar upplýsingar voru gefnar út um viðskiptin aðrar en þær að þau yrðu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ekki var sagt frá því hvenær samkomulag komst á um viðskiptin né hvort ríkissjóður hefði afsalað sér forkaupsréttinum.
Í svari til Heimildarinnar segir Ólöf Pétursdóttir sjóðstjóri að Stefnir tjái sig almennt ekki um fjárfestingar sjóða sinna fyrr en að loknu ferli hjá eftirlitsaðilum, í þessu tilviki Samkeppniseftirlitinu, en gefur þó þær upplýsingar sem hér er greint …
Athugasemdir