Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
ISNIC Skrifstofur ISNIC, Internet á Íslandi hf., eru til húsa á 18. hæð í turninum í Borgartúni. Mynd: Golli

Sjóður í rekstri hjá Stefni, sjóðstýringarfélagi Arion banka, hefur keypt 73 prósenta hlut í félaginu ISNIC, Internet á Íslandi hf., sem sér um skráningu og útgáfu á íslenska landshöfuðléninu, .is.

Bindandi samkomulag um kaupin náðist í september í fyrra og í desember tilkynnti ríkissjóður að hann myndi falla frá forkaupsrétti. Kaupverðið er trúnaðarmál, samkvæmt svari sjóðstjóra hjá Stefni við fyrirspurn Heimildarinnar um kaupin.

Fyrst var sagt frá kaupunum í fréttatilkynningu sem barst frá Stefni síðdegis í gær, miðvikudag. Litlar upplýsingar voru gefnar út um viðskiptin aðrar en þær að þau yrðu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ekki var sagt frá því hvenær samkomulag komst á um viðskiptin né hvort ríkissjóður hefði afsalað sér forkaupsréttinum.

Í svari til Heimildarinnar segir Ólöf Pétursdóttir sjóðstjóri að Stefnir tjái sig almennt ekki um fjárfestingar sjóða sinna fyrr en að loknu ferli hjá eftirlitsaðilum, í þessu tilviki Samkeppniseftirlitinu, en gefur þó þær upplýsingar sem hér er greint …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár