Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Isavia svarar því ekki hvað áramótaauglýsingin kostaði

Op­in­bera hluta­fé­lag­ið Isa­via svar­ar því ekki hvað kostaði að fram­leiða og birta aug­lýs­ingu fyr­ir Ára­móta­s­kaup­ið. Fyr­ir­tæk­ið á ekki í sam­keppni við neinn um rekst­ur milli­landa­flug­valla. Tals­mað­ur Isa­via seg­ir aug­lýs­ing­una vera á veg­um Mark­aðs­ráðs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og sé ætl­að að fá fólk til að vera leng­ur í flug­stöð­inni fyr­ir ferða­lög.

Isavia svarar því ekki hvað áramótaauglýsingin kostaði
Meiri tími í flugstöðinni Markmið auglýsingarinnar fyrir Áramótaskaupið var að fá fólk til að vera lengur í flugstöðvarbyggingunni og kaupa meira af vörum og þjónustu. Mynd: Golli

Talsmaður Isavia, opinbera hlutafélagsins sem á og rekur flugvelli í kringum landið, svarar því ekki hvað kostaði að framleiða og birta auglýsingu fyrirtækisins sem sýnd var fyrir Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins um nýliðin áramót. Auglýsing á þeim tíma í dagskrá RÚV er ein dýrasta auglýsingabirting ársins í íslensku sjónvarpi. 

Fyrirtækið er í einokunarstöðu og er ekki í samkeppni við neitt annað fyrirtæki sem rekur flugvelli á Íslandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir talsmaður fyrirtækisins að auglýsingin hafi verið kostuð af Markaðsráði Keflavíkurflugvallar og sé hluti af sameiginlegu markaðsstarfi aðila í ráðinu. Tilgangurinn er að fá fólk til að stoppa lengur á flugvellinum og kaupa þar þjónustu. 

Hvetja fólk til að vera á flugvellinum

Heimildin beindi þremur spurningum til ISAVIA vegna auglýsingarinnar: Hvað kostaði framleiðsla og gerð auglýsingarinnar, hvað kostaði birting auglýsingarinnar og í ljósi þess að Isavia á ekki í beinni samkeppni í rekstri flugvalla á Íslandi, hvert var markmið …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Er þá ekki næsta spurning til þeirra um hverjir og eða hvaða fyrirtæki eru í þessu markaðsráði?
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Samtrygging valda og auðmanna Íslands býður sig fram til þess að tryggja sjálfum sér sjálfvirkan og öruggan ágóða af Fríhöfninni. Fullkomið plan nema bara ekki auglýsa það á RÚV
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár