Talsmaður Isavia, opinbera hlutafélagsins sem á og rekur flugvelli í kringum landið, svarar því ekki hvað kostaði að framleiða og birta auglýsingu fyrirtækisins sem sýnd var fyrir Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins um nýliðin áramót. Auglýsing á þeim tíma í dagskrá RÚV er ein dýrasta auglýsingabirting ársins í íslensku sjónvarpi.
Fyrirtækið er í einokunarstöðu og er ekki í samkeppni við neitt annað fyrirtæki sem rekur flugvelli á Íslandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir talsmaður fyrirtækisins að auglýsingin hafi verið kostuð af Markaðsráði Keflavíkurflugvallar og sé hluti af sameiginlegu markaðsstarfi aðila í ráðinu. Tilgangurinn er að fá fólk til að stoppa lengur á flugvellinum og kaupa þar þjónustu.
Hvetja fólk til að vera á flugvellinum
Heimildin beindi þremur spurningum til ISAVIA vegna auglýsingarinnar: Hvað kostaði framleiðsla og gerð auglýsingarinnar, hvað kostaði birting auglýsingarinnar og í ljósi þess að Isavia á ekki í beinni samkeppni í rekstri flugvalla á Íslandi, hvert var markmið …
Athugasemdir (1)