Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
Hvalveiðar Frá hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Rúm 39 prósent landsmanna eru mjög óánægð með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að gefa út leyfi til veiða á langreyðum næstu fimm árin. Til viðbótar segjast 11,5 prósent vera fremur óánægð með ákvörðunina og því eru samtals um 51 prósent landsmanna óánægð með útgáfu hvalveiðileyfanna.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var að beiðni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Dýraverndunarsambandi Íslands dagana 12.-19. desember.

Tæp 25 prósent segjast mjög ánægð með ákvörðun Bjarna og rúm 10 prósent fremur ánægð og því eru 35 prósent landsmanna ánægð með ákvörðun Bjarna, sem hann gat tekið sökum þess að matvælaráðuneytið færðist í hans hendur eftir að Vinstri græn kusu að taka ekki sæti í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fram að kosningum.

Rúm 44 prósent vilja banna hvalveiðar með lögum 

Í könnuninni var ekki einungis spurt um ákvörðun Bjarna heldur einnig um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að banna hvalveiðar með lögum. Fleiri sögðust hlynnt hvalveiðibanni en voru því andvíg, en mjótt er á munum.

NiðurstöðurMaskína framkvæmdi þessa könnun dagana 12.-19. desember og voru svarendur 2.082 talsins.

Alls eru rúm 44 prósent hlynnt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum, en 39 prósent eru því andvíg. Um 17 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust í meðallagi hlynnt eða andvíg því að banna hvalveiðar með lögum.

Konur mun andsnúnari hvalveiðum en karlar

Þegar horft er á niðurbrot könnunarinnar má sjá mismunandi afstöðu ólíkra hópa til hvalveiða. Þannig eru til dæmis 53 prósent kvenna hlynntar því að banna hvalveiðar með lögum, en einungis 36 prósent karla. 48 prósent karla eru andvígir hvalveiðibanni, en einungis 29 prósent kvenna. 

Aldurshópar á ólíkum meiði

Afstaðan til hvalveiða er mjög breytileg eftir aldurshópum. Yngsta fólkið er andsnúnast veiðunum, en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára eru hlynnt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum. Hið sama á einungis við um 33 prósent þeirra sem eru 60 ára og eldri. 

Í elsta hópnum eru hins vegar 54 prósent andvíg hvalveiðibanni, en hlutfallið er einungis 25 prósent í yngsta hópnum. Stigvaxandi andstaða er við hvalveiðibann eftir því sem eldri hóparnir eru.

Meirihluti fyrir hvalveiðibanni í Reykjavík en hvergi annarsstaðar

Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Í Reykjavík segjast 58 prósent svarenda vera hlynnt hvalveiðibanni með lögum og því nokkuð rúmur meirihluti fyrir slíku banni á meðal íbúa höfuðborgarinnar. Einungis 28 prósent borgarbúa eru andvíg hvalveiðibanni, samkvæmt niðurstöðum Maskínu. 

Næst mestur eru stuðningurinn við hvalveiðibann í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, en þar eru alls 44 prósent fylgjandi hvalveiðibanni og 40 prósent andsnúin því. 

Í landsbyggðunum er hins vegar mikil andstaða við hvalveiðibann, mest á Austurlandi þar sem um 56 prósent svarenda eru andsnúin banni, en hlutfallið er um og yfir 50 prósent á öðrum landssvæðum, samkvæmt könnun Maskínu. 

Háskólaborgarar vilja helst banna hvalveiðar

Þegar horft er til menntunarstigs svarenda sést að þau sem eru með háskólapróf skera sig frá öðrum hópum. Um 57 prósent þeirra sem eru með háskólapróf er hlynnt hvalveiðibanni en um 28 prósent þeirra á móti. 

Í þeim hópi sem hefur framhaldsskólapróf eða iðnmenntun eru 35 prósent hlynnt hvalveiðibanni en 48 prósent andvíg hvalveiðibanni og hlutfallið er svipað í hópi þeirra sem hafa grunnskólapróf.

Stuðningsmenn flokka utan þings helst á móti hvalveiðum

Lítill munur er á afstöðu hópa til hvalveiðibanns þegar horft er til heimilistekna, en hinsvegar er breytileikinn mjög mikill þegar horft til stjórnmálaskoðana. Athygli vekur að þegar horft er á stuðning við flokka í samhengi við afstöðu til hvalveiðibanns sést að andstaðan við hvalveiðar er mest í þeim hópum sem segja að þeir myndu kjósa flokka sem náðu ekki kjöri á þing í kosningunum í byrjun desember.

StjórnmálaskoðanirSpurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að banna hvalveiðar með lögum?

Þannig segjast um eða yfir 80 prósent stuðningsmanna Pírata og Vinstri grænna hlynnt hvalveiðibanni og um 65 prósent þeirra sem segja að þau myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. Það er raunar nánast sama hlutfall og hjá flokki forsætisráðherra, en um 66 prósent stuðningsfólks Samfylkingar segist hlynnt hvalveiðibanni. 

Einnig er meirihluti fyrir slíku banni meðal stuðningsfólks Viðreisnar, en 53 prósent þeirra segjast hlynnt hvalveiðibanni. Hjá þriðja ríkisstjórnarflokknum, Flokki fólksins, er andstaðan við hvalveiðibann hinsvegar meiri en um 44 prósent kjósenda Ingu Sæland segjast andvíg hvalveiðibanni, á meðan að 30 prósent þeirra eru hlynnt því. 

Andstaða er við hvalveiðibann hjá fylgismönnum allra þriggja stjórnarandstöðuflokkanna. Tæp 60 prósent framsóknarmanna, 75 prósent miðflokksmanna og 72 prósent sjálfstæðismanna eru andvíg því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum á Íslandi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár