Mest lesnu viðtöl ársins 2024

Við­töl við fjöl­breytt­an hóp fólks voru mest les­in á ár­inu sem er að líða. Móð­ir fatl­aðs manns sem var læst­ur inni í íbúð sinni í 15 ár, hjón sem fundu hvort ann­að seinna á lífs­leið­inni og ung kona sem vill forða systkin­um sín­um frá því að lifa sömu æsku og hún sjálf eru með­al þeirra sem veittu Heim­ild­inni við­töl á ár­inu.

Mest lesnu viðtöl ársins 2024

1. Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár

Mest lesna viðtal ársins var við Ásdísi Snjólfsdóttur. Sveinn Bjarnason, sonur hennar, er með mikla fötlun og bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Mál hans varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.

Höfundur: Erla Hlynsdóttir.
Birtist 6. apríl.

2. Voru orðin lífsreynd og tilbúin fyrir betra líf saman

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir og eiginkona hans Linda Björg Árnadóttir kynntust á stefnumótaforritinu Tinder fyrir sjö árum. Fimmtán ára aldursmunur er á hjónunum sem þau segja að hafi aldrei truflað. „Það er bara dásamleg tilfinning að vera ástfanginn og eiga traustan vin en ég er ekki bara ástfanginn af konunni minni heldur er hún líka minn besti vinur,“ segir Báður.

Höfundur: Svava Jónsdóttir.
Birtist 11. apríl.

3. „Vildi að við hefðum verið teknar af mömmu“

Systurnar Krista og Alma Ósk Héðinsdætur ólust upp við vafasamar aðstæður. Sagan af uppeldi þeirra veitir innsýn inn í veruleika barna sem eiga hvergi skjól. Krista sagði sögu þeirra í von um að yngri systkini þeirra fengju hjálp.

Höfundur: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.
Birtist 27. júlí.

4. Kærði nuddara Lauga Spa: Eins og þarna hefði ég verið sálarlega myrtur“

Fjölskyldufaðirinn Gunnar Magnús Diego opnaði sig um eftirmál nudds sem hann fór í ásamt konu sinni í Laugum Spa á vormánuðum 2023. Gunnar kærði nuddarann fyrir nauðgun en rannsóknin var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. „Mér fannst eins og þarna hefði ég verið sálarlega myrtur um tíma. Gjörsamlega. Tekið af mér allt. Ég var ekki neitt.“

Höfundur: Ragnhildur Helgadóttir.
Birtist 30. ágúst.

5. Missti son sinn í eldsvoða á Stuðlum

Faðir Geirs Arnar Jacobsen, sem lést í eldsvoða á Stuðlum í október, vissi ekki að drengurinn hans væri inni á meðferðarheimilinu þegar kviknaði í. Jón K. Jacobsen segir að reynt sé að kæfa umræðu um „týndu börnin í kerfinu.“ Hann hafi barist fyrir lífi sonar síns í kerfinu en nú berjist hann í minningu hans. „Ég barðist eins og ljón til að koma honum í skjól“

Höfundur: Margrét Marteinsdóttir.
Birtist 25. október.

6. „Hann sagðist ekki geta meir“

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir missti Patrek Jóhann sonarson sinn árið 2021. Hann féll fyrir eigin hendi fimmtán ára gamall. „Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar.“ 

Höfundur: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.
Birtist 17. nóvember.

7.  Mistök, hamingja og væntingar Katrínar

Í aðdraganda forsetakosninganna í vor ræddi Katrín Jakobsdóttir um líf sitt og störf. Hún missti föður sinn ung og lærði þá að lífið væri mikilvægara en dauðinn, stundin væri núna og ekki eftir neinu að bíða. „Fyrsta áfallið var þegar kom í ljós að það væri ekkert hægt að gera fyrir pabba. Annað áfall þegar hann dó.“

Höfundur: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.
Birtist 10. maí. 

8. Grunaði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræddi um brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Höfundur: Margrét Marteinsdóttir.
Birtist 1. nóvember.

9. Víða byggt á hættusvæðum: Kostnaðarsamur hroki nútímamannsins

Skipu­lags­fræð­ing­ur­inn og arki­tekt­inn Trausti Vals­son ræddi um hvernig á Íslandi hefði víða verið byggt á hættulegum stöðum, án þess að gætt hafi ver­ið að því að kort­leggja marg­vís­lega nátt­úru­vá. „Það þurfa alltaf að koma upp ægilegar hörmungar til að fólk kveiki á málefnum. Þá loksins er eins og þjóðfélagið vakni.“

Höfundur: Arnar Þór Ingólfsson.
Birtist 19. janúar.

10. Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. „Ég var ekki skotinn í neinum strákum því ég þorði ekki að leyfa mér að vera skotinn í strákum.“

Höfundur: Erla María Markúsdóttir.
Birtist 28. mars.
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár