Ég kom fyrst til Kramatorsk í byrjun ágúst árið 2022.
Þá upplifði ég stríðið af alvöru í fyrsta skipti, með hópi manna klæddum gráum fötum og brynvörðum vestum. Þeir óku með mig inn í borgina Soledar til að reyna eftir fremsta megni að bjarga almennum borgurum áður en Rússar náðu að leggja borgina endanlega í rúst.
20 mínútur, hugsaði ég, við höfum 20 mínútur.
Bera kennsl á → Miða út hnit → Senda hnit til stórskotaliðs → Hlaða → Skjóta → Lenda.
Stundum lengur, stundum skemur, en þumalputtareglan var þá að vera aldrei lengur en 20 mínútur á sama stað.
Í einni ferðinni inn í borgina seinkaði okkur um 20 mínútur er við rákumst á mæðgin. Sonurinn virtist vera um þrítugt og var með höndina í fatla gerðum úr eldhúsklút. Blóðugar servéttur voru límdar yfir sár á öxlinni.
Undir servéttunum blasti við tommustórt sár. Það náði niður í beran …
Athugasemdir