Enn hinar sönnu ofurhetjur

Á hverj­um degi, oft á dag, keyr­ir sama fólk­ið og Ósk­ar Hall­gríms­son fjall­aði um fyr­ir tveim­ur ár­um inn á hættu­svæði, gjarn­an á með­an skot­hríð stend­ur yf­ir. Fólk­ið, sem Ósk­ar kall­ar hinar sönnu of­ur­hetj­ur, kem­ur Úkraínu­mönn­um í erf­ið­um að­stæð­um í skjól dag eft­ir dag og er ekki út­lit fyr­ir að það geti hvílst í bráð.

Ég kom fyrst til Kramatorsk í byrjun ágúst árið 2022.

Þá upplifði ég stríðið af alvöru í fyrsta skipti, með hópi manna klæddum gráum fötum og brynvörðum vestum. Þeir óku með mig inn í borgina Soledar til að reyna eftir fremsta megni að bjarga almennum borgurum áður en Rússar náðu að leggja borgina endanlega í rúst.

20 mínútur, hugsaði ég, við höfum 20 mínútur.

Bera kennsl á → Miða út hnit → Senda hnit til stórskotaliðs → Hlaða → Skjóta → Lenda.

Stundum lengur, stundum skemur, en þumalputtareglan var þá að vera aldrei lengur en 20 mínútur á sama stað.

Í einni ferðinni inn í borgina seinkaði okkur um 20 mínútur er við rákumst á mæðgin. Sonurinn virtist vera um þrítugt og var með höndina í fatla gerðum úr eldhúsklút. Blóðugar servéttur voru límdar yfir sár á öxlinni.

Undir servéttunum blasti við tommustórt sár. Það náði niður í beran …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.
Landið sem krabbameinslæknarnir yfirgáfu
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Land­ið sem krabba­meins­lækn­arn­ir yf­ir­gáfu

Tal­ið er að um 80 pró­sent allra krabba­meins­lækna hafi yf­ir­gef­ið Úkraínu eft­ir að Rúss­ar réð­ust inn í land­ið, þótt marg­ir þeirra hafi síð­an snú­ið aft­ur. Það hæg­ir þó ekk­ert á krabba­meinstil­fell­un­um sem grein­ast. Þau eru um 160 þús­und á ári. Upp úr þess­um að­stæð­um spruttu sam­tök­in Missi­on Kharkiv sem beita ný­stár­leg­um að­ferð­um, og stærð­fræði, til að koma lyfj­um og nauð­syn­leg­um birgð­um til þurfandi sjúk­linga.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár