Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Enn hinar sönnu ofurhetjur

Á hverj­um degi, oft á dag, keyr­ir sama fólk­ið og Ósk­ar Hall­gríms­son fjall­aði um fyr­ir tveim­ur ár­um inn á hættu­svæði, gjarn­an á með­an skot­hríð stend­ur yf­ir. Fólk­ið, sem Ósk­ar kall­ar hinar sönnu of­ur­hetj­ur, kem­ur Úkraínu­mönn­um í erf­ið­um að­stæð­um í skjól dag eft­ir dag og er ekki út­lit fyr­ir að það geti hvílst í bráð.

Ég kom fyrst til Kramatorsk í byrjun ágúst árið 2022.

Þá upplifði ég stríðið af alvöru í fyrsta skipti, með hópi manna klæddum gráum fötum og brynvörðum vestum. Þeir óku með mig inn í borgina Soledar til að reyna eftir fremsta megni að bjarga almennum borgurum áður en Rússar náðu að leggja borgina endanlega í rúst.

20 mínútur, hugsaði ég, við höfum 20 mínútur.

Bera kennsl á → Miða út hnit → Senda hnit til stórskotaliðs → Hlaða → Skjóta → Lenda.

Stundum lengur, stundum skemur, en þumalputtareglan var þá að vera aldrei lengur en 20 mínútur á sama stað.

Í einni ferðinni inn í borgina seinkaði okkur um 20 mínútur er við rákumst á mæðgin. Sonurinn virtist vera um þrítugt og var með höndina í fatla gerðum úr eldhúsklút. Blóðugar servéttur voru límdar yfir sár á öxlinni.

Undir servéttunum blasti við tommustórt sár. Það náði niður í beran …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár