Öld „kellingabókanna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Öld „kellingabókanna“
Ásta Sigurðardóttir var skáldkona sem þorði að kanna tilfinningadýpið á tólf mílna skóm síns tíma.

Það sem kraumar undir niðri er að koma upp á yfirborðið. Síðasta áratuginn hafa bækur nokkurra kvenna sem fara á tilfinningalegt dýpi sem hér hefur lítið verið kannað áður flotið upp á yfirborðið og haldist þar. Þetta árið eru sérstaklega tvær bækur, skáldsagan Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur og skáldævisagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, sem lesast eins og bækur sem eiga sér enga líka á Íslandi. Það einkennir bækurnar tvær hvernig þær ögra lesanda með innsæi sínu og hvað þær ganga nærri sér í skrifunum. Eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldkonurnar eru báðar bækurnar að einhverju leyti eða miklu(í tilfelli Guðrúnar Evu) byggðar á reynslu þeirra sjálfra og segja má að þær leggi sjálfar sig að veði í bókunum.

„Konurnar í bókum Guðrúnar Evu og Evu elska af öllum krafti
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Skrifar af ást til heimsins

Skáldævisagan Í skugga trjánna segir …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár