Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum

Hlut­fall íbúa á Ís­landi sem eru skráð­ir í þjóð­kirkj­una fækk­ar um 8 pró­sent á síð­ustu fjór­um ár­um. Sam­fé­lag Ahma­diyya-múslima á Ís­landi eyk­ur mest við sig af trú­fé­lög­um hér á landi og nem­ur aukn­ing­in um 57,1 pró­senti.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum
Þjóðkirkjan heldur áfram að missa fólk en kaþólikkar halda áfram að auka við sig sem og nýtt félag múslima. Mynd: Bára Huld Beck

Alls voru 224.963 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna fækkað um 939 síðan 1. desember 2023. Á síðastliðnum fjórum árum hefur skráningum í Þjóðkirkjuna fækkað um tæplega átta prósent. Þó þarf að hafa í huga hér að samfélagsgerð Íslendinga hefur breyst verulega síðustu ár, því segir fækkun Þjóðkirkjunnar mögulega ekki allt um fækkun sóknarbarna.

Næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.935 skráða meðlimi.

Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 348 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslíma á Íslandi, eða um 57,1 prósent að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Þegar tölur eru skoðaðar, má sjá að aukningin er þó ekki mikil eða heilir fjórir, en það telur hlutfallslega mikið vegna smæðar félagsins.

Samfélag Ahmadiyya-múslíma er félag þeirra múslíma sem trúa á messíasinn, Mirza Ghulam Ahmad frá Qadian.

Á vef samtakanna segir að samfélag Ahmadiyya-múslíma sé í forystu meðal íslamskra samtaka til að fordæma afdráttarlaust öll hryðjuverk en spámaðurinn hafnaði alfarið ofbeldi og að heilagt stríð væri réttlætanlegt. Félagið var stofnað í febrúar á þessu ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Árétting: Glöggir lesendur hafa bent á að aukning í félagi 
Ahmadiyya-múslíma á Íslandi fjölgar úr sjö upp í ellefu. Þetta kom ekki sérstaklega fram í tilkynningu Þjóðskrár, heldur í meðfylgjandi skjali, en er mikilvægt að halda til haga sérstaklega.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Yndislegt fólkið þarna. Súnní og Shía leggja þau í einelti sem var viðbúið en þau láta ekki banna sig auðveldlega. Spámaður þeirra er búsettur í London…
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár