Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum

Hlut­fall íbúa á Ís­landi sem eru skráð­ir í þjóð­kirkj­una fækk­ar um 8 pró­sent á síð­ustu fjór­um ár­um. Sam­fé­lag Ahma­diyya-múslima á Ís­landi eyk­ur mest við sig af trú­fé­lög­um hér á landi og nem­ur aukn­ing­in um 57,1 pró­senti.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum
Þjóðkirkjan heldur áfram að missa fólk en kaþólikkar halda áfram að auka við sig sem og nýtt félag múslima. Mynd: Bára Huld Beck

Alls voru 224.963 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna fækkað um 939 síðan 1. desember 2023. Á síðastliðnum fjórum árum hefur skráningum í Þjóðkirkjuna fækkað um tæplega átta prósent. Þó þarf að hafa í huga hér að samfélagsgerð Íslendinga hefur breyst verulega síðustu ár, því segir fækkun Þjóðkirkjunnar mögulega ekki allt um fækkun sóknarbarna.

Næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.935 skráða meðlimi.

Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 348 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslíma á Íslandi, eða um 57,1 prósent að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Þegar tölur eru skoðaðar, má sjá að aukningin er þó ekki mikil eða heilir fjórir, en það telur hlutfallslega mikið vegna smæðar félagsins.

Samfélag Ahmadiyya-múslíma er félag þeirra múslíma sem trúa á messíasinn, Mirza Ghulam Ahmad frá Qadian.

Á vef samtakanna segir að samfélag Ahmadiyya-múslíma sé í forystu meðal íslamskra samtaka til að fordæma afdráttarlaust öll hryðjuverk en spámaðurinn hafnaði alfarið ofbeldi og að heilagt stríð væri réttlætanlegt. Félagið var stofnað í febrúar á þessu ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Árétting: Glöggir lesendur hafa bent á að aukning í félagi 
Ahmadiyya-múslíma á Íslandi fjölgar úr sjö upp í ellefu. Þetta kom ekki sérstaklega fram í tilkynningu Þjóðskrár, heldur í meðfylgjandi skjali, en er mikilvægt að halda til haga sérstaklega.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Yndislegt fólkið þarna. Súnní og Shía leggja þau í einelti sem var viðbúið en þau láta ekki banna sig auðveldlega. Spámaður þeirra er búsettur í London…
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár