Svo virðist sem það sé óeining á meðal félags veitingahúsaeigenda, SVEIT, þegar kemur að umdeildu stéttarfélagi, Virðingu, en fjölmargt forsvarsfólk veitingastaða hefur eða hyggst segja sig úr félaginu að sögn formanns Eflingar, Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Efling hefur sent erindi á 108 einstaklinga sem eru í forsvari veitingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og eru meðlimir í SVEIT.
„Við erum búin að fá fjölmörg svör, og margir hafa sagt sig úr þessu SVEIT,“ segir Sólveig Anna en Efling sendi bréf á forsvarsfólk veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem samkvæmt nýjustu tiltæku upplýsingum Eflingar eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði.
Blásið í herlúðra
Í erindinu var forsvarsfólki veitingastaðanna gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem Efling hyggist grípa til vegna „svokallaðs kjarasamnings SVEIT við gervistéttarfélagið Virðingu, sem SVEIT stendur sjálft að baki,“ að því er segir í tilkynningu frá Eflingu.
Efling hefur blásið í herlúðra þegar kemur að Virðingu og …
Athugasemdir