Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Viljandi gert?

Mar­in­ella Arn­órs­dótt­ir velt­ir fyr­ir sér ásetn­ingi höf­und­ar eft­ir að hafa rýnt í skáld­sög­una Ég færi þér fjöll – eft­ir Krist­ínu Mörju Bald­urs­dótt­ur.

Viljandi gert?
Bók

Ég færi þér fjöll

Höfundur Kristín Marja Baldursdóttir
Bjartur - Veröld
219 blaðsíður
Gefðu umsögn

Kristín Marja birtist lesendum í nýjum búningi í bók sinni Ég færi þér fjöll. Hér kemur manni í hug að hún sé að skemmta sér, raunar leika sér að ákveðinni hugmynd sem lesendur þekkja vel undir yfirskriftinni rómans. Atburðarásin minnir jafnvel á tíðum á franska rómantíska gamanmynd þó að það sé vissulega að finna nokkra undirtóna sem gætu þótt of myrkir fyrir þá frönsku en passa íslensku hefðinni ef til vill betur. Kristín kafar ekki djúpt í persónurnar, flestar rista þær grunnt og aukapersónurnar eru eins konar skopmyndir, sem er þó ekki endilega slæmt því það getur einnig verið áhugavert að virða fyrir sér íslenskar skopmyndapersónur. Hvernig lítur klisjan okkar út? Kristín býður upp á nokkra möguleika. Hún nær flugi í ljóðrænum lýsingum og túlkunum á íslenskri menningu, sögu og raunveruleika. Þar glittir í þá Kristínu undan skopmyndagrímunni sem lesendur þekkja vel. 

Fyrst og fremst ástarsaga

Aðalpersónurnar tvær eru hins vegar einnig óslípaðar. Fram eftir sögunni eru karakterlýsingar svo grunnar að aðalpersónurnar missa tökin á lesendum, ef ekki alveg þá næstum. Þeim fylgir drungi og erfiðleikar, eru bæði þurr og passíf og slá frá sér öll boð aukakaraktera um hreyfingu í sögunni. Ástæður fyrir þessari forðun koma vissulega í ljós seinna í bókinni en persónurnar hefði að ósekju mátt skreyta meira og gefa upp fleiri vísbendingar til þess að minna lesanda á af hverju þær skipta hann máli. Hvorug aðalpersónanna finnst mér ná fullri þrívídd og bæði eru þau enn sviplítil í lok bókar. Þær karaktervísbendingar sem upp voru gefnar voru oft eins og eftir uppskrift spennusögu, of almennar og ofnotaðar og þar sem Kristín getur óneitanlega gert betur vaknar sú spurning hvort þetta hafi verið viljandi gert?

Persónur í bókinni hírast í skugganum og eru líkari illgreinanlegum útlínum en ef til vill er aðalpersóna bókarinnar þá frekar formið sem hún klæðist. Þetta er fyrst og fremst ástarsaga og löngunin til að vita meira um sögu elskendanna er raunar það sem teymir lesandann áfram.

„Þar sem Kristín getur óneitanlega gert betur vaknar sú spurning hvort þetta hafi verið viljandi gert?“
Marinella Arnórsdóttir

Endurnýjar trú á forlagaást

Það er ákveðinn sannleikur í þessari framsetningu. Mér finnst líklegt að Kristín sé einmitt að leika sér að hugmyndinni um rómansinn og þrá okkar í hann. Í rómansinum er samkvæmt hefðinni ekki mikið lagt í persónusköpun eða listræna framsetningu, þar er í forgrunni spennan sem tengist ástinni fyrst og fremst. Þessi sammannlega þrá eftir hinni einu sönnu ást og uppskeru leitarinnar. Sameining hinna forboðnu elskenda er yfirleitt hápunktur lestursins og endurnýjar trú lesandans á forlagaást, þrátt fyrir mótbárur raunveruleikans. 

Leikur Kristínar felst, að ég tel, í öðruvísi endi en lesendur ástarsagna eiga að venjast. Rómansinn hefur á okkur ákveðið tak; við elskum flest fallegar ástarsögur, klisjukenndar eða ekki, í laumi eða ekki og eftir langan aðdraganda væntir lesandi ákveðins endis sem Kristín gefur ekki fyllilega eftir. Þannig hristir hún, með einu handtaki upp í fantasíuveröld ástarsögufíkilsins og minnir hann á æðruleysisbænina. 

Ákveðið pönk

Á mælikvarða fyrri bóka Kristínar telst Ég færi þér fjöll í lakara lagi en er á sinn hátt áhugaverð lesning. Það felst í því ákveðið pönk að þora að gera tilraunir og henda í einn rómans eftir allar hinar eðalbækurnar.


Í hnotskurn: Í bók sinni Ég færi þér fjöll mátar Kristín hefðbundna ástarsöguformið. Aðalpersónur, aukapersónur og söguframvinda sverja sig í ætt við þessar hefðbundnu formúlubókmenntir en frágangur Kristínar á sögunni setur hana að lokum í annað samhengi. Áhugaverð tilraun og leikur að væntingum bókagagnrýnenda og lesenda.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár