Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Græða á grísum

Dansk­ir svína­bænd­ur selja ár­lega millj­ón­ir lif­andi smágrísa til margra Evr­ópu­landa. Grís­irn­ir eru eft­ir­sótt­ir og dönsk slát­ur­hús geta ekki keppt við er­lenda kaup­end­ur sem bjóða hærra verð. Þýska­land og Pól­land eru stærstu kaup­end­urn­ir.

Svínakótelettur, beikon, svínalæri, purusteik og svínasnitsel. Þetta og margt fleira kemur iðulega upp í hugann þegar minnst er á Danmörku og danskan mat. Og ekki að ástæðulausu. Meðal-Daninn borðar rúmlega 32 kíló af svínakjöti á hverju ári, það er meira en helmingur þess kjöts sem hver landsmaður lætur árlega í sig.

En það eru ekki eingöngu Danir sjálfir sem borða allt það svínakjöt, og aðrar landbúnaðarafurðir sem til verða í landinu, útflutningur á sér langa hefð og er mikilvægur þáttur í dönsku efnahagslífi.

Sameinaða danska gufuskipafélagið (Det forenede Dampskibs-Selskab), ætíð kallað DFDS, var stofnað árið 1866. Flutningur á lifandi dýrum, fyrst og fremst grísum, var frá upphafi mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins.

Fyrsta skipinu sem félagið lét smíða, gagngert til gripaflutninga, var hleypt af stokkunum árið 1874. Það fékk nafnið Riberhus (sama nafn og þekkt ostategund í dag) og með tilkomu þess hófust gripaflutningar frá Esbjerg, en áður höfðu skipin lagt upp frá Kaupmannahöfn. Útflutningurinn fór nær allur til Englands og mun hagkvæmara og fljótlegra að sigla frá Esbjerg en frá dönsku höfuðborginni. Um borð í Riberhus var einungis pláss fyrir örfáa farþega og sérstaklega tiltekið að þeir sem ferðuðust með skipinu yrðu að hafa með sér hnífapör og handklæði.

Með tilkomu samvinnufélaga um rekstur sláturhúsa og mjólkursamlaga árið 1882 lagðist útflutningur lifandi dýra til slátrunar af og í staðinn kom útflutningur á kjötvörum, ekki síst beikoni, smjöri og eggjum. Ný skip, sem auk matvörunnar gátu flutt farþega, komu til sögunnar. DFDS var eftir sem áður langstærsta fyrirtækið á þessu sviði.

Bættar samgöngur og breyttur flutningamáti

Fyrirkomulag vöruflutninga, ekki síst á ferskum og frosnum matvörum, hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Flutningabílar hafa leyst skipin af hólmi og fyrir því eru ýmsar ástæður. Í stað þess að flytja vörurnar frá framleiðslustað til skips og svo frá skipi til kaupanda eru vörurnar fluttar með bíl frá seljanda til kaupanda. Flutningabílarnir hafa stækkað jafnt og þétt og eru í tugþúsundatali á ferðinni, jafnt á nóttu sem degi. Þeir sem flytja ferskar matvörur eru yfirleitt með kælibúnað til að tryggja gæði farmsins. 

Tugmilljónir grísa á nokkrum árum

Oft er haft á orði að sagan endurtaki sig með vissu millibili. Það má með sanni segja um útflutning á dönskum svínum, enda þótt útflutningurinn sé með öðrum hætti en þegar hann hófst upp úr miðri 19. öld. Ólíkt því sem þá var er nú um að ræða smágrísi, í kringum 30 kíló að þyngd, sem seldir eru úr landi. Útflutningurinn hefur vaxið jafnt og þétt og á þessu ári (2024) verða samtals fluttar út 16 milljónir grísa. Gert er ráð fyrir að á næstu árum hækki sú tala árlega um tvær til þrjár milljónir, jafnvel meira. Pólverjar og Þjóðverjar eru stærstu kaupendurnir. Á árunum 2020 til 2024 fóru 30,4 milljónir grísa til Póllands, 30 milljónir til Þýskalands, 4,3 milljónir til Ítalíu, Serbar, Spánverjar, Króatar, og Rúmenar keyptu um eina milljón hver þjóð og til Bosníu og Slóvakíu fóru samtals um 200 þúsund grísir á þessum fjórum árum. Allir fluttir með bílum sem eru sérútbúnir fyrir slíka flutninga og geta flutt allt að 600 grísi í hverri ferð.

60 milljónir
grísa fóru til Póllands og Þýskalands frá Danmörku frá árinu 2020 til 2024

Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt að leyfilegur hámarks ferðatími flutningabíla með lifandi dýr sé 24 klukkutímar, en þá skal gera sólarhrings hlé á ferðalaginu, á sérstökum „gististöðum“. Sólarhrings ferðalag er allt of langt að mati dýraverndunarsamtaka sem telja átta klukkustundir hæfilegt. Kaupendurnir eru bændur í viðkomandi löndum sem ala grísina uns þeir eru komnir í hæfilega stærð og þyngd til slátrunar.

Útlendingar borga hærra verð

Ástæður þess að dönsku grísirnir eru jafneftirsóttir og raun ber vitni eru einkum þær að þeir eru hraustir, kjötmiklir og lausir við svínapest sem herjar í mörgum löndum. Fyrir þetta eru erlendir kaupendur tilbúnir að borga hærra verð en danskir bændur geta vænst að fá í heimalandinu.

„Ég læt ekki freistast af meiri peningum“
danskur bóndi

Í viðtali við dagblaðið Politiken sagðist bóndi á Jótlandi, sem elur árlega um 185 þúsund smágrísi, geta fengið miklu hærra verð ef hann seldi alla grísina til útflutnings. Það vill hann aftur á móti ekki og seldi á þessu ári 25 þúsund grísi til útflutnings en hina 160 þúsund til annars bónda sem elur þá í „hæfilega“ þyngd til slátrunar, sem fer fram í Danmörku. Aðspurður sagði bóndinn að hann hefði fengið um það bil 24 milljónum danskra króna, eða 470 milljónir íslenskar, meira ef hann seldi grísina til útflutnings en ég læt ekki freistast af meiri peningum“ sagði bóndinn.

Á síðustu árum hafa 24 dönsk sláturhús og kjötvinnslur orðið að hætta starfsemi og um það bil 9 þúsund starfsmenn misst vinnuna.

Framar í þessum pistli var nefnt að á þessu ári verði fluttar út um 16 milljónir grísa frá Danmörku, nokkru færri verður slátrað í Danmörku. Rétt er að nefna að Danir flytja allmikið út af svínaafurðum, bæði ferskum og frosnum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
6
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár