Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu
Inga Sæland og Þorgerður Katrín eru með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn. Mynd: RÚV

Hægt er að mynda óvenju marga meirihluta þegar niðurstöður kosninganna eru skoðaðar. Þó eru þeir misraunhæfir vegna málefnalegs ágreinings milli flokka. Þannig geta Viðreisn og Flokkur fólksins hvort myndað þrjá raunhæfa meirihluta. Samfylkingin getur myndað mjög öflugan meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn, sem myndi telja 40 þingmenn.

Flokkur fólksins getur ráðið því hvort hún halli sér að því sem formenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins kalla „borgaralega“ ríkisstjórn. Þeir þrír flokkar mynda þá ríkisstjórn með 32 þingmönnum og má ekki standa tæpara.

Þá getur Viðreisn myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki og teldu þá 33 þingmenn. Ef úr yrði, þyrfti Viðreisn líklega að setja markmið sitt um að kjósa um áframhaldandi ESB-viðræður á ís, ef marka má málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Ef litið er til sigurvegara kosninganna, þeirra flokka sem bæta mestu við sig, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, yrði það nokkuð hraust ríkisstjórn með 36 þingmönnum kæmu þeir sér saman um málefnin.

Að lokum gætu Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins myndað 38 þingmanna meirihluta. Það yrði þá fjögurra flokka ríkisstjórn, nokkuð sem hefur aldrei verið reynt í íslenskri stjórnmálasögu.

Ef Samfylkingin er reiðubúin að vinna með Sjálfstæðisflokknum getur hún myndað ríkisstjórn með öllum öðrum flokkum. Þó yrði alltaf um þriggja flokka stjórn að ræða. Þess skal halda til haga að Samfylkingin hefur ekki útilokað samstarf með neinum flokki og eins er farið með Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkur fólksins virðist sá flokkur sem hefur pálmann í höndum sér þegar kemur að stjórnarmyndun til hægri eða vinstri. Það sama á við um Viðreisn. Það er því ljóst að óvenju flókin staða er uppi þegar kemur að stjórnarmyndun.

Hægt er að skoða mögulega meirihluta hér.

.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár