Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu
Inga Sæland og Þorgerður Katrín eru með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn. Mynd: RÚV

Hægt er að mynda óvenju marga meirihluta þegar niðurstöður kosninganna eru skoðaðar. Þó eru þeir misraunhæfir vegna málefnalegs ágreinings milli flokka. Þannig geta Viðreisn og Flokkur fólksins hvort myndað þrjá raunhæfa meirihluta. Samfylkingin getur myndað mjög öflugan meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn, sem myndi telja 40 þingmenn.

Flokkur fólksins getur ráðið því hvort hún halli sér að því sem formenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins kalla „borgaralega“ ríkisstjórn. Þeir þrír flokkar mynda þá ríkisstjórn með 32 þingmönnum og má ekki standa tæpara.

Þá getur Viðreisn myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki og teldu þá 33 þingmenn. Ef úr yrði, þyrfti Viðreisn líklega að setja markmið sitt um að kjósa um áframhaldandi ESB-viðræður á ís, ef marka má málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Ef litið er til sigurvegara kosninganna, þeirra flokka sem bæta mestu við sig, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, yrði það nokkuð hraust ríkisstjórn með 36 þingmönnum kæmu þeir sér saman um málefnin.

Að lokum gætu Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins myndað 38 þingmanna meirihluta. Það yrði þá fjögurra flokka ríkisstjórn, nokkuð sem hefur aldrei verið reynt í íslenskri stjórnmálasögu.

Ef Samfylkingin er reiðubúin að vinna með Sjálfstæðisflokknum getur hún myndað ríkisstjórn með öllum öðrum flokkum. Þó yrði alltaf um þriggja flokka stjórn að ræða. Þess skal halda til haga að Samfylkingin hefur ekki útilokað samstarf með neinum flokki og eins er farið með Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkur fólksins virðist sá flokkur sem hefur pálmann í höndum sér þegar kemur að stjórnarmyndun til hægri eða vinstri. Það sama á við um Viðreisn. Það er því ljóst að óvenju flókin staða er uppi þegar kemur að stjórnarmyndun.

Hægt er að skoða mögulega meirihluta hér.

.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár