Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu

Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu
Inga Sæland og Þorgerður Katrín eru með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn. Mynd: RÚV

Hægt er að mynda óvenju marga meirihluta þegar niðurstöður kosninganna eru skoðaðar. Þó eru þeir misraunhæfir vegna málefnalegs ágreinings milli flokka. Þannig geta Viðreisn og Flokkur fólksins hvort myndað þrjá raunhæfa meirihluta. Samfylkingin getur myndað mjög öflugan meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn, sem myndi telja 40 þingmenn.

Flokkur fólksins getur ráðið því hvort hún halli sér að því sem formenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins kalla „borgaralega“ ríkisstjórn. Þeir þrír flokkar mynda þá ríkisstjórn með 32 þingmönnum og má ekki standa tæpara.

Þá getur Viðreisn myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki og teldu þá 33 þingmenn. Ef úr yrði, þyrfti Viðreisn líklega að setja markmið sitt um að kjósa um áframhaldandi ESB-viðræður á ís, ef marka má málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Ef litið er til sigurvegara kosninganna, þeirra flokka sem bæta mestu við sig, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, yrði það nokkuð hraust ríkisstjórn með 36 þingmönnum kæmu þeir sér saman um málefnin.

Að lokum gætu Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins myndað 38 þingmanna meirihluta. Það yrði þá fjögurra flokka ríkisstjórn, nokkuð sem hefur aldrei verið reynt í íslenskri stjórnmálasögu.

Ef Samfylkingin er reiðubúin að vinna með Sjálfstæðisflokknum getur hún myndað ríkisstjórn með öllum öðrum flokkum. Þó yrði alltaf um þriggja flokka stjórn að ræða. Þess skal halda til haga að Samfylkingin hefur ekki útilokað samstarf með neinum flokki og eins er farið með Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkur fólksins virðist sá flokkur sem hefur pálmann í höndum sér þegar kemur að stjórnarmyndun til hægri eða vinstri. Það sama á við um Viðreisn. Það er því ljóst að óvenju flókin staða er uppi þegar kemur að stjórnarmyndun.

Hægt er að skoða mögulega meirihluta hér.

.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár