Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Verðbólgan komin undir fimm prósent í fyrsta sinn í þrjú ár

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði lít­ið á milli mán­aða og hef­ur verð­bólga síð­ustu 12 mán­aða því lækk­að á milli mán­aða. Skörp lækk­un flug­far­gjalda vann á móti hækk­un hús­næð­is­kostn­að­ar.

Verðbólgan komin undir fimm prósent í fyrsta sinn í þrjú ár
Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,7 prósent á milli mánaða, sem hafði áhrif á verðbólgu til lækkunar. Mynd: Golli

Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og lækkar því á milli mánaða. Ef húsnæðisliðurinn er tekinn til hliðar hefur hækkunin ekki numið nema 2,7 prósentum. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem verðbólga fer lækkandi. 

Það var síðast í nóvember árið 2021 sem verðbólga mældist 4,8 prósent en þá var hún á uppleið. Hæst fór verðbólgan í 10,2 prósent í febrúar árið 2023 en hefur farið lækkandi, með hléum, síðan. Þetta er þó í fyrsta sinn í þrjú ár sem hún fer undir fimm prósent. 

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09 prósent á milli mánaða. Kostnaður vegna húsnæðis hækkaði um 0,9 prósent á milli mánaða og ýtti undir verðbólgu en flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,7 prósent og þrýstu verðbólgunni niður á móti.

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er tvö og hálft prósent og miða aðgerðir bankans að því að ná því markmiði. Vextir eru enn töluvert háir, í 8,5 prósentum, en þeir hafa …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár