Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!

Inga Sæ­land sagði for­manni Við­reisn­ar að gleyma hug­mynd­inni um að hún ætl­aði sér að ganga í meiri­hluta­sam­starf með Sig­mundi Dav­íð og Bjarna Bene­dikts­syni. Þetta kom fram í líf­leg­um kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!
Inga Sæland virðist ekki hrifinn af stjórnarmynstri Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokki fólksins. Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virðist ekki hafa mikinn áhuga á samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum miðað við svör hennar í kappræðum Heimildarinnar sem fram fóru í Tjarnarbíói á þriðjudagskvöldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist þá merkja stjórnarmyndunarteikn á lofti milli Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins. Sagði hún þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, hafa talað með þeim hætti í hlaðvörpum hér á landi.

„Það sem er að teiknast upp hér, það sem við erum að sjá hér,“ sagði Þorgerður Katrín og greip þá Inga Sæland fram í fyrir henni og sagði skýrt og skilmerkilega:

„Gleymdu hugmyndinni!“

„Það er þeirra draumaríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín og Inga endurtók fyrri ummæli aftur.

„Jæja, þú verður þá að tala við þá því þeir eru í einhverju brómansi [Bromance þýðir bróðurleg ást] í einhverjum hlaðvörpum núna,“ sagði Þorgerður og uppskar hlátrrasköll úr sal.

Sjón er þó sögu ríkari og má sjá orðaskiptin hér fyrir neðan.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þorgerður Katrín vill litlar breytingar á þjóðfélaginu, því hún vill ekki breyta skattaumhverfinu sem er smíðað utan um hana og aðra ríka í samfélaginu. Hún er eðlilega hrædd við Flokk fólksins sem er á fljúgandi siglingu og er einn af fáum flokkum sem vilja raunverulegar breytingar sem byrja á skattalöggjöfinni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár