Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!

Inga Sæ­land sagði for­manni Við­reisn­ar að gleyma hug­mynd­inni um að hún ætl­aði sér að ganga í meiri­hluta­sam­starf með Sig­mundi Dav­íð og Bjarna Bene­dikts­syni. Þetta kom fram í líf­leg­um kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!
Inga Sæland virðist ekki hrifinn af stjórnarmynstri Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokki fólksins. Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virðist ekki hafa mikinn áhuga á samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum miðað við svör hennar í kappræðum Heimildarinnar sem fram fóru í Tjarnarbíói á þriðjudagskvöldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist þá merkja stjórnarmyndunarteikn á lofti milli Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins. Sagði hún þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, hafa talað með þeim hætti í hlaðvörpum hér á landi.

„Það sem er að teiknast upp hér, það sem við erum að sjá hér,“ sagði Þorgerður Katrín og greip þá Inga Sæland fram í fyrir henni og sagði skýrt og skilmerkilega:

„Gleymdu hugmyndinni!“

„Það er þeirra draumaríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín og Inga endurtók fyrri ummæli aftur.

„Jæja, þú verður þá að tala við þá því þeir eru í einhverju brómansi [Bromance þýðir bróðurleg ást] í einhverjum hlaðvörpum núna,“ sagði Þorgerður og uppskar hlátrrasköll úr sal.

Sjón er þó sögu ríkari og má sjá orðaskiptin hér fyrir neðan.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þorgerður Katrín vill litlar breytingar á þjóðfélaginu, því hún vill ekki breyta skattaumhverfinu sem er smíðað utan um hana og aðra ríka í samfélaginu. Hún er eðlilega hrædd við Flokk fólksins sem er á fljúgandi siglingu og er einn af fáum flokkum sem vilja raunverulegar breytingar sem byrja á skattalöggjöfinni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár