Kappræður Heimildarinnar skera sig frá öðrum kappræðum að því leyti að tvö hundruð gestir voru í salnum á sama tíma og stjórnmálafólkið tókst á. Salurinn átti því ríkan þátt í líflegu andrúmslofti kappræðnanna. Við tókum því saman tölfræði gesta í formi hláturs og fagnaðarláta.
Fögnuðu Kristrúnu, en hlógu meira með Þorgerði
Sá frambjóðandi sem var oftast fagnað með lófataki var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, en alls var henni fagnað fimm sinnum með lófataki í lok ræðu. Aftur á móti fær hún að njóta þess vafasama heiðurs að vera á meðal þeirra frambjóðenda sem uppskáru aldrei hlátrasköll.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var í öðru sæti þegar kom að fagnaðarlátum, en fjórum sinnum var klappað eftir ræður hennar.
Salnum þótti hún þó nokkuð fyndnari en Kristrún og hló salurinn að minnsta kosti tvívegis þegar hlýtt var á ræður hennar.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokksins, var jöfn Þorgerði Katrínu í lófaklappi …
Athugasemdir (1)