Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
Forsetaframbjóðendur virðast eiga erfitt uppdráttar í þingkosningum eftir að hafa sumir hverjir fengið drjúgan hluta þjóðarinnar til þess að kjósa sig í forsetakosningum.

Fjórir forsetaframbjóðendur eru í framboði þessa stundina en allir flokkarnir sem þeir bjóða sig fram fyrir, utan einn, eru ýmist í fallhættu eða langt fyrir neðan kjörfylgi. Það hafa aldrei verið jafn margir forsetaframbjóðendur í kjöri til Alþingis áður.

Frambjóðendurnir eru Arnar Þór Jónsson, sem fer fyrir Lýðræðisfylkingunni sem vantar töluvert upp á að nái inn á þing. Þá er Viktor Traustason í þriðja sæti í Norðausturkjördæmi fyrir Pírata. Hann sóttist eftir að leiða lista Pírata en hafði ekki erindi sem erfiði. Píratar mælast ýmist rétt svo inni á þingi og utan og því óhætt að segja að þeir séu í raunverulegri fallhættu.

Halla Hrund skákar formanni

Líklega eru mestu viðbrigðin í Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, leiðir lista Framsóknarflokksins. Hún skákar sjálfum formanni flokksins, Sigurði Inga Jóhannessyni, sem gaf eftir oddvitasætið og fyrir vikið stefnir í að hann nái ekki á þing samkvæmt könnunum en flokkurinn er að mælast langt fyrir neðan kjörfylgi. Samkvæmt kosningaspám má ætla að flokkurinn haldist inni á þingi.

Halla Hrund var sigurlíkleg í forsetakosningunum síðasta vor og mældist með hæsta fylgið lengst af í baráttunni. Það tók að síga þegar á leið á baráttuna og má segja að hún hafi goldið fyrir taktíska kosningu kjósenda sem vildu ekki sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Atkvæðin fóru því að lokum til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur, sem vann forsetakosningar með nokkrum yfirburðum.

Gekk sæmilega í forsetakosningum, en skarar nú fram úr

Aðeins einn forsetaframbjóðandi sker sig úr þessum hópi, sem er Jón Gnarr sem situr í öðru sæti í Reykjavík suðri. Hann er einnig ólíkur öðrum frambjóðendum að því leyti að hann sat sem borgarstjóri í Reykjavík í fjögur ár og er því ekki óvanur hinu pólitíska ati.

„Þetta dregur kannski helst fram hvað forsetakosningar eru sérkennilegar,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur spurður hvers vegna forsetaframbjóðendum gangi ekki betur í kosningunum. Þegar litið er til forsetakosninganna þá fékk Halla Hrund um 15 prósent í forsetakosningunum, eða 33 þúsund atkvæði. Arnar Þór hefði náð inn á þing ef hann hefði náð sama árangri og í forsetakosningunum en hann náði rétt um fimm prósentum eða um tíu þúsund atkvæðum. Nú mælist hann í um einu prósenti sem leiðtogi Lýðræðisflokksins.

Viktori farnaðist þó ekki vel og endaði vel undir einu prósenti í forsetakosningunum, en aðeins 392 studdu hann. Jón Gnarr náði tíu prósentum atkvæða í kosningunum eða tíu þúsund atkvæðum og endaði fjórði efsti í forsetaframboðinu af tólf framboðum.

Allt önnur lögmál í gangi

„Það er ekki augljóst að forsetaframboð nýtist sem stökkpallur á Alþingi,“ segir Eiríkur. „Það eru bara allt önnur lögmál í gangi. Við leggjum allt of mikið upp úr umfjöllun um einstaka fólk og einstaka mál, en rannsóknir sýna að einstaka frambjóðendur skipta kjósendur litlu máli,“ bætir hann við.

„Fólk hefur sæmilegan skilning á því hvernig lífsskoðun þess fellur að stefnu stjórnmálaflokka, það ræður atkvæðinu, því rannsóknir sýna að kjósendur eru skynsamir,“ segir Eiríkur. Í stuttu máli; ef einhver teldi sig geta tekið stuðning í forsetakosningum með sér inn í alþingiskosningar væri það fjarri lagi. Þetta hefur helst áhrif á stöðu formanns Framsóknarflokksins sem eftirlét Höllu Hrund fyrsta sætið í Suðurkjördæmi. Síðustu kannanir sýna að hann nái ekki kjöri og það hefur verið haft á orði að Halla Hrund sé ekki áberandi í kosningabaráttunni, hvort sem það er rétt eða ekki.

„Ég held að þetta ráðist bara af því hvernig viðkomandi einstaklingur passi inn í flokkana sem ræður mati kjósenda,“ segir Eiríkur og bætir við að lokum, og dregur kannski saman í leiðinni ómöguleika þess að bera þessar tvær kosningar saman: „Það er bara himinn og haf á milli forsetakosninga og alþingiskosninga.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár