Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kókómjólk og Óli K.

Rit­höf­und­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Sól­veig Jóns­dótt­ir svaml­ar í jóla­bóka­flóð­inu og seg­ir frá því.

Kókómjólk og Óli K.
Bókahátíð Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá.

Leiftursnöggt var sonur minn kominn með tvo sleikjóa, fimm piparkökur í vasann og kókómjólk í sitthvora hönd á Bókahátíð í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Ég ætlaði mér eitthvað að skakka leikinn, en var réttilega bent á að þetta væri hátíð. Eftir það ákvað ég að leyfa honum bara að vera á beit í molum og bókum.

Í barnslegri bjartsýni hafði ég ætlað mér að hlusta á nokkra upplestra og náði örstuttu broti af Nönnu Rögnvaldardóttur sem var að hefja lestur úr bókinni sinni, Þegar sannleikurinn sefur. Við Nanna unnum saman fyrir þónokkrum árum og hún er ein af áhrifamestu lærimæðrum mínum, bæði í matar- og textagerð. Sonur minn togaði mig í burtu áður en upplesturinn hófst en ég náði þó að krækja í orðið „torfbæjarerótík“ sem mér finnst bæði fyndið og eitthvað sem mig langar ekkert sérstaklega til að hugsa mikið um, en bókin er mætt á náttborðið.

Rappið er dáið

Önnur fyrrum samstarfskona, Jóhanna Sveinsdóttir, er mætt með sína fyrstu bók, ungmennabókina Hvíti ásinn. Ég fékk að líta yfir fyrstu drög að þessari sögu um það leyti sem við sátum talsvert óléttar hlið við hlið, skrifuðum texta fyrir auglýsingar í vinnunni okkar og tókum að okkur óumbeðið að rappa stöku sinnum fyrir samstarfsfélaga okkar sem kann að hafa verið í hljómsveitinni Quarashi. Árin líða, rappið er dáið en Hvíti ásinn er kominn út og lofar afskaplega góðu.

„Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K“
Sólveig Jónsdóttir

Fyrir nokkrum árum keyptu foreldrar mínir fjárvigt af foreldrum Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Þessu komumst við að eftir stutt spjall en sjálf er Harpa meðfram almennum bú- og ritstörfum ritstjóri bókaútgáfunnar Króníku sem sýndi afurðir sínar á Bókahátíðinni. Þar kennir ýmissa grasa en eðli okkar og málsins samkvæmt urðum við mæðgin spenntust fyrir sögunni um Iðu kindastjörnu, kollótta gimbur sem langar í horn. Bókin er afkvæmi Sigtryggs Baldurssonar og Arndísar Gísladóttur, hnyttin og skemmtileg og skapaði áhugaverðar umræður hér heima um kosti þess að annars vegar vera kollóttur og hins vegar að kæra sig kollóttan þegar kemur að áliti annarra.

Keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn

Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá. Sonur minn týndist tvisvar en fannst aftur jafnoft og fékk sér aðeins fleiri piparkökur til að komast yfir mesta áfallið við að hafa tapað mér úr augsýn. Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K. Meira en 12 ár eru liðin frá því að hugmyndin að henni kviknaði hjá höfundinum, Önnu Dröfn Ágústsdóttur, eftir spjall við góða vinkonu sína, afastelpu Óla K. Sú hin sama býr ásamt fjölskyldu sinni við hliðina á okkur, svo okkur mæðginum þótti gaman að skoða þessa stórmerkilegu ljósmyndabók og ævisögu langafa besta vinar sonarins, en sá heitir einmitt líka Óli K. Nýjar bækur eru skemmtilegar en það eru gamlar bækur líka. Alkíbíades eftir Platon kom nýverið út á vegum nýstofnaða bókaforlagsins Ófelíu sem Hjalti Snær Ægisson á veg og vanda að. Þarna er kominn aðgengilegur stökkpallur inn í heimspeki Platons sem finna má í Bóksölu stúdenta, einu bókabúð landsins sem er með sérstaka hillu fyrir grísku og latínu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár