Kókómjólk og Óli K.

Rit­höf­und­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Sól­veig Jóns­dótt­ir svaml­ar í jóla­bóka­flóð­inu og seg­ir frá því.

Kókómjólk og Óli K.
Bókahátíð Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá.

Leiftursnöggt var sonur minn kominn með tvo sleikjóa, fimm piparkökur í vasann og kókómjólk í sitthvora hönd á Bókahátíð í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Ég ætlaði mér eitthvað að skakka leikinn, en var réttilega bent á að þetta væri hátíð. Eftir það ákvað ég að leyfa honum bara að vera á beit í molum og bókum.

Í barnslegri bjartsýni hafði ég ætlað mér að hlusta á nokkra upplestra og náði örstuttu broti af Nönnu Rögnvaldardóttur sem var að hefja lestur úr bókinni sinni, Þegar sannleikurinn sefur. Við Nanna unnum saman fyrir þónokkrum árum og hún er ein af áhrifamestu lærimæðrum mínum, bæði í matar- og textagerð. Sonur minn togaði mig í burtu áður en upplesturinn hófst en ég náði þó að krækja í orðið „torfbæjarerótík“ sem mér finnst bæði fyndið og eitthvað sem mig langar ekkert sérstaklega til að hugsa mikið um, en bókin er mætt á náttborðið.

Rappið er dáið

Önnur fyrrum samstarfskona, Jóhanna Sveinsdóttir, er mætt með sína fyrstu bók, ungmennabókina Hvíti ásinn. Ég fékk að líta yfir fyrstu drög að þessari sögu um það leyti sem við sátum talsvert óléttar hlið við hlið, skrifuðum texta fyrir auglýsingar í vinnunni okkar og tókum að okkur óumbeðið að rappa stöku sinnum fyrir samstarfsfélaga okkar sem kann að hafa verið í hljómsveitinni Quarashi. Árin líða, rappið er dáið en Hvíti ásinn er kominn út og lofar afskaplega góðu.

„Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K“
Sólveig Jónsdóttir

Fyrir nokkrum árum keyptu foreldrar mínir fjárvigt af foreldrum Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Þessu komumst við að eftir stutt spjall en sjálf er Harpa meðfram almennum bú- og ritstörfum ritstjóri bókaútgáfunnar Króníku sem sýndi afurðir sínar á Bókahátíðinni. Þar kennir ýmissa grasa en eðli okkar og málsins samkvæmt urðum við mæðgin spenntust fyrir sögunni um Iðu kindastjörnu, kollótta gimbur sem langar í horn. Bókin er afkvæmi Sigtryggs Baldurssonar og Arndísar Gísladóttur, hnyttin og skemmtileg og skapaði áhugaverðar umræður hér heima um kosti þess að annars vegar vera kollóttur og hins vegar að kæra sig kollóttan þegar kemur að áliti annarra.

Keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn

Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá. Sonur minn týndist tvisvar en fannst aftur jafnoft og fékk sér aðeins fleiri piparkökur til að komast yfir mesta áfallið við að hafa tapað mér úr augsýn. Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K. Meira en 12 ár eru liðin frá því að hugmyndin að henni kviknaði hjá höfundinum, Önnu Dröfn Ágústsdóttur, eftir spjall við góða vinkonu sína, afastelpu Óla K. Sú hin sama býr ásamt fjölskyldu sinni við hliðina á okkur, svo okkur mæðginum þótti gaman að skoða þessa stórmerkilegu ljósmyndabók og ævisögu langafa besta vinar sonarins, en sá heitir einmitt líka Óli K. Nýjar bækur eru skemmtilegar en það eru gamlar bækur líka. Alkíbíades eftir Platon kom nýverið út á vegum nýstofnaða bókaforlagsins Ófelíu sem Hjalti Snær Ægisson á veg og vanda að. Þarna er kominn aðgengilegur stökkpallur inn í heimspeki Platons sem finna má í Bóksölu stúdenta, einu bókabúð landsins sem er með sérstaka hillu fyrir grísku og latínu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár