Klukkan er 3:45 um nótt. „Halda áfram að hnoða – hlaða,“ kallar Jón Ragnar bráðalæknir. Frá hjartastuðtækinu berst skerandi hljóð sem hækkar. „Allir frá. Stuða,“ kallar Jón Ragnar og allir viðstaddir halda að sér höndum á meðan rafstraumurinn fer í gegnum líkama sjúklingsins. „Ok, halda áfram að hnoða – tvær mínútur,“ segir Jón Ragnar og Anna hjúkrunarfræðingur heldur hjartahnoði áfram. „Er einhver með tímann?“ spyr Jón Ragnar og Ívar hjúkrunarfræðingur fylgist með klukkunni. „Við erum búin að hnoða í tvær mínútur og það eru þrjátíu sekúndur síðan við stuðuðum síðast,“ segir Ívar. Anna hjúkrunarfræðingur er farinn að þreytast og spyr hvort einhver sé tilbúinn að taka við hnoði. „Já,“ kallar einhver á neyðarstæðinu en á þessum tímapunkti eru 13 tarfsmenn bráðamóttökunnar við endurlífgunina. „Hann er að vakna. Tökum tékk á honum,“ segir Jón Ragnar og stígur niður af pallinum og fer til sjúklingsins. „Hann er með púls,“ kallar hann yfir …
Kona sem situr á biðstofu með fleira fólki er að greinast með heilaæxli og það þarf að tilkynna henni það. En það er enginn staður sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í annan stað er rætt við aðstandendur frammi, fyrir framan sjálfsalann en þá fer neyðarbjallan af stað og hamagangurinn er mikill þegar starfsfólkið hleypur af stað. Í fjóra mánuði hefur blaðamaður verið á vettvangi bráðamóttökunnar á Landspítalanum og fylgst með starfinu þar.
Athugasemdir (1)