Þrátt fyrir að enn sjáist þess engin merki í verklegum framkvæmdum er vinna við undirbúning Borgarlínu áfram í fullum gangi. Ný innsýn fékkst í framgang verkefnisins á dögunum þegar umhverfismatsskýrsla vegna fyrstu lotu Borgarlínunnar var birt.
Þar má lesa um fyrirhugaðar breytingar á götumyndinni, þar sem sérrými verður gert fyrir vagna Borgarlínu á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi, með viðkomu í miðborginni. Alls er þetta um 14,5 kílómetra akstursleið.
Samhliða því að umhverfismatsskýrslan leit dagsins ljós birtu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags sem tengjast legu Borgarlínu. Sveitarfélögin setja þar fram bindandi stefnu um legu Borgarlínu og staðsetningu svokallaðra kjarnastöðva, sem eru helstu biðstöðvar og tengipunktar þessa nýja kerfis almenningssamgangna.
Opnir kynningarfundir verða haldnir um umhverfismatsskýrsluna og tillögurnar í báðum sveitarfélögum eftir áramót. Bæði sveitarfélög láta þess getið í umfjöllun um málið að nákvæm útfærsla Borgarlínunnar og breytinganna á götumyndinni verði ákvörðuð í deiliskipulagi …
Athugasemdir