„Ég hef verið alveg rólegur og þetta er ekkert sem ég bjóst ekki við, þannig séð. Tilgangur listaverksins er ekki að vera löglegt eða ólöglegt heldur að setja kastljós á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gjörðir Samherja í Namibíu.“
Þetta segir myndlistarmaðurinn Odee Friðriksson í samtali við Heimildina. Í gær var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn honum vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins í lokaverki hans úr BA-námi við Listaháskóla Íslands.
Fallist á kröfur Samherja
Verkið „We're Sorry“, sem er samkvæmt Odee hugmynda- og gjörningalistaverk, fólst meðal annars í því að senda afsökunarbeiðni til Namibíu í nafni Samherja á helstu fjölmiðla heims – sem og að koma á fót vefsíðu þar sem einnig var beðist afsökunar á framgöngu fyrirtækisins.
Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Odee hafi verið þetta óheimilt.
„Í dómsforsendum er því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi …
Athugasemdir (1)