Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Odee segir listaverkið hafa öðlast sögulegt gildi

Fall­ist hef­ur ver­ið á kröf­ur Sam­herja gegn lista­mann­in­um Odee Frið­riks­syni fyr­ir bresk­um dóm­stól­um. Lista­mað­ur­inn seg­ir verk­ið „We're Sorry“ hvergi hætt, það sé enn lif­andi í sam­fé­lags­legri um­ræðu.

Odee segir listaverkið hafa öðlast sögulegt gildi
Myndlistarmaður Odee Friðriksson fyrir framan afsökunarbeiðnina sem hann setti fram í nafni Samherja. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég hef verið alveg rólegur og þetta er ekkert sem ég bjóst ekki við, þannig séð. Tilgangur listaverksins er ekki að vera löglegt eða ólöglegt heldur að setja kastljós á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gjörðir Samherja í Namibíu.“

Þetta segir myndlistarmaðurinn Odee Friðriksson í samtali við Heimildina. Í gær var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn honum vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins í lokaverki hans úr BA-námi við Listaháskóla Íslands.

Fallist á kröfur Samherja

Verkið „We're Sorry“, sem er samkvæmt Odee hugmynda- og gjörningalistaverk, fólst meðal annars í því að senda afsökunarbeiðni til Namibíu í nafni Samherja á helstu fjölmiðla heims – sem og að koma á fót vefsíðu þar sem einnig var beðist afsökunar á framgöngu fyrirtækisins. 

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Odee hafi verið þetta óheimilt. 

„Í dómsforsendum er því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár