Óréttlæti og ójöfnuður er það fyrsta sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, nefnir þegar hún er spurð hvað sé að íslensku samfélagi. Skattar hafi verið lækkaðir á hátekjufólk og stóreignafólk og gatið sem það hefur skilið eftir sig í ríkiskassanum hafi leitt til skertrar þjónustu og aukins kostnaðar á venjulegt fólk.
„Það er verið að rukka almenning um eitthvað sem kostaði áður ekki. Skattar hafa verið hækkaðir á almenning. Einu sinni voru lágmarkslaun, það voru ekki greiddir skattar af þeim. Núna eru greiddir skattar af þeim,“ segir hún. Það hafi komið í hlut almennings að fylla upp í þetta skattagat. „Það bitnar á almenningi með hærri gjaldtöku, hærri sköttum og við sjáum einmitt útvistun og einkavæðingu og við sjáum það síðan skila sér í auknum hagnaði til þeirra sem fengu skattalækkanir til að byrja með. Það þarf að leiðrétta þetta skattkerfi, gera það réttlátt.“
Til að gera kerfið réttlátara vilja …
Athugasemdir