Allir verða sósíalistar fyrir kosningar

Hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans hef­ur ekki beð­ið skip­brot held­ur virð­ast all­ir flokk­ar verða sósíal­ísk­ari fyr­ir kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi Sósí­al­ista­flokks­ins, fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hún seg­ir að eig­in reynsla af því að al­ast upp við fá­tækt sé drif­kraft­ur henn­ar og boð­ar rétt­lát­ara skatt­kerfi og stefnu­breyt­ingu í hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Þar eigi hið op­in­bera að stíga inn og fjár­magna upp­bygg­ingu á fé­lags­leg­um grunni.

Óréttlæti og ójöfnuður er það fyrsta sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista, nefnir þegar hún er spurð hvað sé að íslensku samfélagi. Skattar hafi verið lækkaðir á hátekjufólk og stóreignafólk og gatið sem það hefur skilið eftir sig í ríkiskassanum hafi leitt til skertrar þjónustu og aukins kostnaðar á venjulegt fólk. 

„Það er verið að rukka almenning um eitthvað sem kostaði áður ekki. Skattar hafa verið hækkaðir á almenning. Einu sinni voru lágmarkslaun, það voru ekki greiddir skattar af þeim. Núna eru greiddir skattar af þeim,“ segir hún. Það hafi komið í hlut almennings að fylla upp í þetta skattagat. „Það bitnar á almenningi með hærri gjaldtöku, hærri sköttum og við sjáum einmitt útvistun og einkavæðingu og við sjáum það síðan skila sér í auknum hagnaði til þeirra sem fengu skattalækkanir til að byrja með. Það þarf að leiðrétta þetta skattkerfi, gera það réttlátt.“

Til að gera kerfið réttlátara vilja …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár