Undir lok árs 2015 sagði ungur aðstoðarmaður innanríkisráðherra á samfélagsmiðlinum sem þá hét Twitter að Donald Trump, þá forsetaframbjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins, væri þröngsýnn, fáfróður, fordómafullur fábjáni. Karakter Trumps hefur líklega ekkert breyst síðan þá, en staða aðstoðarmannsins fyrrverandi hefur hins vegar gert það.
„Ég óska Donald Trump til hamingju með kosningarnar og þetta virðist vera nokkuð afgerandi niðurstaða,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, að morgni miðvikudags, þegar ljóst var orðið að Trump hefði fengið brautargengi til þess að snúa aftur aftur í Hvíta húsið í Washington í janúar á næsta ári, sem forseti Bandaríkjanna.
„Ég trúði einlæglega að Trump gæti ekki unnið og að hatrið myndi ekki vinna valdamesta embætti í heimi. Það gerðist. Orðlaus og miður mín,“ skrifaði nýlega kjörinn ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Twitter 9. nóvember 2016.
Sigur Trumps í kosningunum nú var hins vegar afgerandi og ekki alls kostar óvæntur, öfugt við …
Athugasemdir (1)